Ferill 330. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 374  —  330. mál.
Stjórnarfrumvarp.



Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd (heimildir til rannsókna og framfylgdar).

Frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.



I. KAFLI

Breyting á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo: Neytendastofa, undir yfirstjórn ráðherra, fer með eftirlit samkvæmt lögum þessum einkum í þágu neytenda.
     b.      Á undan 1. málsl. 3. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Neytendastofa ákveður hvort erindi sem berst gefi nægar ástæður til rannsóknar.

2. gr.

    Fyrirsögn III. kafla laganna verður: Viðskiptahættir gagnvart neytendum.

3. gr.

    Fyrirsögn IV. kafla laganna verður: Aðrir viðskiptahættir.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á VIII. kafla laganna:
     a.      Á eftir orðunum „lög þessi taka til“ í 1. mgr. 20. gr. a kemur: eða á stað þar sem gögn eru varðveitt.
     b.      Fyrirsögn VIII. kafla verður: Upplýsingaöflun.

5. gr.

    Á eftir 20. gr. a laganna kemur ný grein, er verður 20. gr. b, svohljóðandi:
    Neytendastofa getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála.
    Neytendastofa getur krafist endurgreiðslu vegna kaupa skv. 1. mgr. nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda.

6. gr.

    Á eftir 21. gr. a laganna kemur ný grein, er verður 21. gr. b, svohljóðandi:
    Neytendastofa skal leitast við að fá fyrirtæki til að haga starfsemi sinni í samræmi við lögin, meðal annars með sáttaumleitan.
    Brjóti viðskiptahættir gegn lögunum eða reglum settum samkvæmt þeim getur Neytendastofa tekið við skriflegum skuldbindingum um að látið sé af brotinu eða tekið ákvörðun skv. IX. kafla laganna. Neytendastofa getur einnig kallað eftir skriflegum skuldbindingum um að neytendum sem hafa orðið fyrir áhrifum af broti verði boðnar viðeigandi úrbætur.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. b laganna, sem verður 21. gr. c:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                      Neytendastofa leitast við að hafa áhrif á háttsemi fyrirtækja með útgáfu leiðbeinandi reglna um góða viðskiptahætti á nánar afmörkuðum sviðum viðskipta sem talin eru mikilvæg fyrir hagsmuni neytenda. Neytendastofa skal ráðgast við hlutaðeigandi samtök neytenda og fyrirtækja áður en slíkar reglur eru settar.
     b.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Neytendastofu er heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða um einstök mál skv. 2. mgr. enda sé hætta á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða.
                      Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.

8. gr.

    Á eftir 25. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 25. gr. a og 25. gr. b, svohljóðandi:

    a. (25. gr. a.)
    Neytendastofa getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns, sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
    Neytendastofa getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn ákvæðum II.–VI. og VII. kafla. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Neytendastofu leggja fyrir:
     a.      þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
     b.      fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
     c.      þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
     d.      skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Neytendastofu.
    Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
    Þegar sett er fram krafa um lögbann skal rétthafa léns og þeim sem talinn er brjóta gegn ákvæðum II.–VI. og VII. kafla tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
    Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
    Um lögbann fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

    b. (25. gr. b.)
    Háttsemi sem er andstæð ákvæðum laga þessara má banna með dómi. Í málum vegna brota á lögunum getur dómstóll ákveðið að gerðar skuli ráðstafanir til að tryggja að farið sé að banninu.
    Brot á lögum þessum getur valdið skaðabótaskyldu í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar.
    Þeim sem af ásetningi eða gáleysi hagnýtir réttindi annars samkvæmt lögum þessum er skylt að greiða hæfilegt endurgjald fyrir hagnýtinguna.
    Þeim sem hagnast á réttindum annars án þess að um ásetning eða gáleysi sé að ræða, er skylt að greiða hæfilegt endurgjald. Endurgjaldið má þó aldrei vera hærra en ætla má að nemi hagnaði hans af brotinu.
    Sá sem á lögvarinna hagsmuna að gæta getur höfðað dómsmál til að fá bann lagt við háttsemi og dæmdar eða viðurkenndar skaðabætur eða hæfilegt endurgjald.

II. KAFLI

Breyting á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 18. gr. laganna:
     a.      1. málsl. orðast svo: Lyfjastofnun getur krafið einstaklinga, lögaðila og stofnanir um skriflegar upplýsingar og gögn vegna ætlaðra brota á ákvæðum 13.–17. gr., án tillits til þagnarskyldu og skulu þau veitt innan hæfilegs frests sem Lyfjastofnun setur.
     b.      Á eftir orðinu „varðveitt“ í 2. málsl. kemur: og lagt hald á gögn.

10. gr.

    Á eftir 18. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 18. gr. a – 18. gr. d, svohljóðandi:

    a. (18. gr. a.)
    Lyfjastofnun getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn 13.–17. gr. og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála.
    Lyfjastofnun getur krafist endurgreiðslu vegna kaupa skv. 1. mgr. nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda.

    b. (18. gr. b.)
    Ef brotið er gegn ákvæðum 13.–17. gr. er Lyfjastofnun heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða samkvæmt lögum þessum um einstök mál enda sé hætta á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða.
    Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.

    c. (18. gr. c.)
    Ef brotið er gegn ákvæðum 13.–17. gr. er Lyfjastofnun heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
    Í sátt skv. 1. mgr. er heimilt að skuldbinda málsaðila til að bjóða neytendum sem hafa orðið fyrir áhrifum af brotinu viðeigandi úrbætur.

    d. (18. gr. d.)
    Lyfjastofnun getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns, sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
    Lyfjastofnun getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn ákvæðum 13.–17. gr. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Lyfjastofnunar leggja fyrir:
     a.      þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
     b.      fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
     c.      þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
     d.      skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Lyfjastofnun.
    Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
    Þegar sett er fram krafa um lögbann skal rétthafa léns og þeim sem talinn er brjóta gegn ákvæðum 13.–17. gr. tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
    Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
    Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

III. KAFLI

Breyting á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum.

11. gr.

    Á eftir 74. gr. a laganna kemur ný grein, 74. gr. b, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Framfylgdarheimildir vegna óumbeðinna fjarskipta.

    Ef brotið er gegn ákvæðum 46. gr. gilda ákvæði 20. gr. a–b, 2. mgr. 21. gr. c, 22.–25. gr. a og 27. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, um málsmeðferð og heimildir Póst- og fjarskiptastofnunar til að framkvæma vettvangskönnun og prufukaup, grípa til aðgerða, leggja á sektir og dagsektir og krefjast lögbanns.
    Ákvörðunum Póst- og fjarskiptastofnunar skv. 1. mgr. verður skotið til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um fjarsölu á fjármálaþjónustu, nr. 33/2005, með síðari breytingum.

12. gr.

    Á eftir orðinu „fjármálastarfsemi“ í 20. gr. laganna kemur: ef ekki er mælt fyrir um annað í lögum þessum.

13. gr.

    Á eftir 20. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 20. gr. a – 20. gr. d, svohljóðandi:

    a. (20. gr. a.)
    Fjármálaeftirlitið getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn lögum þessum og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála.
    Fjármálaeftirlitið getur krafist endurgreiðslu vegna kaupa skv. 1. mgr. nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir þjónustuveitanda.

    b. (20. gr. b.)
    Ef brotið er gegn ákvæðum laga þessara er Fjármálaeftirlitinu heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða um einstök mál enda sé hætta á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða.
    Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.

    c. (20. gr. c.)
    Hafi aðili gerst brotlegur við ákvæði laga þessara, reglur settar á grundvelli þeirra eða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli þeirra er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda sé ekki um að ræða gróft eða ítrekað brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðisins.
    Í sátt skv. 1. mgr. er heimilt að skuldbinda aðila til að bjóða neytendum sem hafa orðið fyrir áhrifum af brotinu viðeigandi úrbætur.

    d. (20. gr. d.)
    Fjármálaeftirlitið getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns, sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
    Fjármálaeftirlitið getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn lögum þessum. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Fjármálaeftirlitsins leggja fyrir:
     a.      þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
     b.      fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
     c.      þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
     d.      skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Fjármálaeftirlitið.
    Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
    Þegar sett er fram krafa um lögbann skal rétthafa léns og þeim sem talinn er brjóta gegn lögum þessum tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
    Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
    Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

V. KAFLI

Breyting á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011, með síðari breytingum.

14. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      Orðið „fjölmiðlaveitu“ í 1. málsl. 2. mgr. fellur brott.
     b.      Í stað orðanna „þegar ríkar ástæður eru“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: og lagt hald á gögn enda séu ríkar ástæður.
     c.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Fjölmiðlanefnd getur með sömu skilyrðum og í 1. mgr. krafið einstaklinga, lögaðila og stofnanir um skriflegar upplýsingar og gögn vegna ætlaðra brota gegn VI. kafla er varða viðskiptaboð og fjarkaup.
                      Fjölmiðlanefnd getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn ákvæðum VI. kafla er varða viðskiptaboð og fjarkaup og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála. Fjölmiðlanefnd getur krafist endurgreiðslu vegna kaupanna nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda.

15. gr.

    Á eftir 52. gr. laganna koma þrjár nýjar greinar, 52. gr. a – 52. gr. c, svohljóðandi:

    a. (52. gr. a.)
    Ef brotið er gegn ákvæðum VI. kafla er fjölmiðlanefnd heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða samkvæmt lögum þessum um einstök mál enda sé hætta á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða.
    Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.

    b. (52. gr. b.)
    Ef brotið er gegn ákvæðum VI. kafla er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda séu sakir ekki miklar. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
    Í sátt skv. 1. mgr. er heimilt að skuldbinda málsaðila til að bjóða neytendum sem hafa orðið fyrir áhrifum af brotinu viðeigandi úrbætur.

    c. (52. gr. c.)
    Fjölmiðlanefnd getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns, sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
    Fjölmiðlanefnd getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn ákvæðum VI. kafla. Við lögbannsgerð má eftir kröfu fjölmiðlanefndar leggja fyrir:
     a.      þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
     b.      fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
     c.      þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti eða
     d.      skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á fjölmiðlanefnd.
    Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
    Þegar sett er fram krafa um lögbann skal rétthafa léns og þeim sem talinn er brjóta gegn ákvæðum VI. kafla tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
    Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
    Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

VI. KAFLI

Breyting á lögum um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 76/2011.

16. gr.

    Við 15. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Neytendastofa hefur eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum 1. mgr. Um málsmeðferð, úrræði og viðurlög vegna brota gegn 1. mgr. og um kærurétt til áfrýjunarnefndar neytendamála fer eftir ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

VII. KAFLI

Breyting á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018.

17. gr.

    Á eftir 33. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 33. gr. a – 33. gr. d, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:

    a. (33. gr. a.)

Rannsóknarheimildir.

    Ferðamálastofa getur við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfsstöðvum þeirra sem lög þessi taka til eða stað þar sem gögn eru varðveitt og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn VII. kafla eða ákvörðunum Ferðamálastofu vegna brota gegn VII. kafla. Við framkvæmd aðgerða skal fylgja ákvæðum laga um meðferð sakamála um leit og hald á munum.
    Ferðamálastofa getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn ákvæðum VII. kafla og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála. Ferðamálastofa getur krafist endurgreiðslu vegna kaupanna nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda.

    b. (33. gr. b.)

Bráðabirgðaákvarðanir.

    Ef brotið er gegn ákvæðum VII. kafla er Ferðamálastofu heimilt að taka ákvörðun til bráðabirgða skv. lögum þessum um einstök mál enda sé hætta á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða.
    Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.

    c. (33. gr. c.)

Sáttaheimild.

    Ef brotið er gegn ákvæðum VII. kafla er Ferðamálastofu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
    Í sátt skv. 1. mgr. er heimilt að skuldbinda málsaðila til að bjóða neytendum sem hafa orðið fyrir áhrifum af brotinu viðeigandi úrbætur.

    d. (33. gr. d.)

Lögbann.

    Ferðamálastofa getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns, sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
    Ferðamálastofa getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn ákvæðum VI. kafla. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Ferðamálastofu leggja fyrir:
     a.      þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
     b.      fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
     c.      þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
     d.      skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Ferðamálastofu.
    Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
    Þegar sett er fram krafa um lögbann skal rétthafa léns og þeim sem talinn er brjóta gegn ákvæðum 13.–17. gr. tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
    Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
    Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

VIII. KAFLI

Breyting á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum.

18. gr.

    Á eftir 148. gr. b laganna koma fjórar nýjar greinar, 148. gr. c – 148. gr. f, svohljóðandi:

    a. (148. gr. c.)
    Samgöngustofa getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a, og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála. Samgöngustofa getur krafist endurgreiðslu vegna kaupanna nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda.

    b. (148. gr. d.)
    Samgöngustofa getur að eigin frumkvæði eða á grundvelli kvörtunar gripið til aðgerða gegn háttsemi sem brýtur gegn ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a. Aðgerðir Samgöngustofu geta falið í sér bann eða fyrirmæli.
    Ef brotið er gegn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a, er Samgöngustofu heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða um einstök mál enda sé hætta á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða. Bráðabirgðaákvörðun skal gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt.
    Samgöngustofa getur lagt dagsektir á aðila sem fara ekki að ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a, eða ákvörðunum Samgöngustofu.
    Ákvörðun um dagsektir skal tilkynna bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að. Dagsektir geta numið frá 50 þús. kr. til 500 þús. kr. á dag.
    Ákvörðun um dagsektir má skjóta til ráðherra innan 14 daga frá því að hún er kynnt þeim sem hún beinist að. Dagsektir reiknast ekki fyrr en frestur er liðinn.
    Dagsektir eru aðfararhæfar að liðnum kærufresti en kæra til ráðherra frestar aðför uns endanleg niðurstaða liggur fyrir. Málshöfðun fyrir almennum dómstólum frestar ekki aðför.

    c. (148. gr. e.)
    Ef brotið er gegn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a, er Samgöngustofu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki málsaðila, enda séu sakir ekki miklar. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
    Í sátt skv. 1. mgr. er heimilt að skuldbinda málsaðila til að bjóða neytendum sem hafa orðið fyrir áhrifum af brotinu viðeigandi úrbætur.

    d. (148. gr. f.)
    Samgöngustofa getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
    Samgöngustofa getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Samgöngustofu leggja fyrir:
     a.      þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
     b.      fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
     c.      þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
     d.      skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Samgöngustofu.
    Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
    Þegar sett er fram krafa um lögbann skal rétthafa léns og þeim sem talinn er brjóta gegn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a, tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl. nr. 31/1990.
    Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
    Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

19. gr.

    Á eftir orðinu „sektum“ í 242. gr. a laganna kemur: ef sakir eru miklar.

IX. KAFLI

Breyting á lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á fyrri málslið 4. mgr. 106. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „vettvangsskoðun“ kemur: og haldlagningu gagna, prufukaupum á vöru og þjónustu undir fölsku nafni eða auðkenni.
     b.      Á eftir orðinu „brot“ kemur: þar á meðal með bráðabirgðaákvörðun, gera sátt um stöðvun brots eða úrbætur fyrir neytendur.

21. gr.

    Við 125. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Nánar skal kveðið á um heimildir Samgöngustofu til að tryggja eftirfylgni við ákvæði 4.–6. mgr. og reglugerða settum skv. 7. mgr. í reglugerð, svo sem með hvers konar upplýsingaöflun, prufukaupum á vöru og þjónustu undir fölsku nafni eða auðkenni, vettvangsskoðun og haldlagningu gagna, heimildum til að stöðva brot, þar á meðal með bráðabirgðaákvörðun, gera sátt um stöðvun brots eða úrbætur fyrir neytendur og krefjast þess að látið sé af brotum, auk birtingar slíkra ákvarðana eftir því sem við á.

22. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. málsl. 3. mgr. 126. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „vettvangsskoðun“ kemur: og haldlagningu gagna, prufukaupum á vöru og þjónustu undir fölsku nafni eða auðkenni.
     b.      Á eftir orðinu „brot“ kemur: þar á meðal með bráðabirgðaákvörðun, gera sátt um stöðvun brots eða úrbætur fyrir neytendur.

23. gr.

    Á eftir 140. gr. laganna kemur ný grein, er verður 140. gr. a, svohljóðandi:
    Samgöngustofa getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
    Samgöngustofa getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn 5. og 6. mgr. 125. gr., reglugerðum settum skv. 7. og 8. mgr. 125. gr. og reglugerðum sem settar eru með heimild í 4. mgr. 106. gr. og 3. mgr. 126. gr. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Samgöngustofu leggja fyrir:
     a.      þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
     b.      fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
     c.      þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
     d.      skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Samgöngustofu.
    Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
    Þegar sett er fram krafa um lögbann skal rétthafa léns og þeim sem talinn er brjóta gegn ákvæðum laga og reglugerða skv. 2. mgr., tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
    Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
    Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

X. KAFLI

Breyting á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017, með síðari breytingum.

24. gr.

    Á eftir 25. gr. laganna kemur ný grein er verður 25. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Prufukaup.

    Samgöngustofa getur keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn 17.–21. gr. og afla upplýsinga og gagna sem nauðsynleg þykja við athugun einstakra mála.
    Samgöngustofa getur krafist endurgreiðslu vegna kaupanna nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda.

25. gr.

    Á eftir 27. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 27. gr. a og 27. gr. b, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:

    a. (27. gr. a.)

Sáttaheimild.

    Ef brotið er gegn ákvæðum 17.–21. gr. er Samgöngustofu heimilt að ljúka málinu með sátt með samþykki flytjanda, enda sé ekki um að ræða stórfellt eða ítrekað brot sem refsiviðurlög liggja við. Sátt er bindandi fyrir flytjanda þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
    Í sátt skv. 1. mgr. er heimilt að skuldbinda flytjanda til að bjóða neytendum sem hafa orðið fyrir áhrifum af brotinu viðeigandi úrbætur.

    b. (27. gr. b.)

Lögbann.

    Samgöngustofa getur leitað lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda enda sé fullnægt öðrum skilyrðum lögbanns, sem greind eru í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.
    Samgöngustofa getur fengið lagt lögbann við athöfn ef hætta er á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða og engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva brot gegn 17.–21. gr. Við lögbannsgerð má eftir kröfu Samgöngustofu leggja fyrir:
     a.      þjónustuveitanda eða þann sem starfrækir netskilflöt að fjarlægja efni á netskilfleti eða setja upp skýra viðvörun sem neytendur sjá þegar þeir fara inn á netskilflöt,
     b.      fjarskiptafyrirtæki að takmarka aðgang að netskilfleti,
     c.      þjónustuveitanda að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða
     d.      skráningaraðila eða skráningarmiðlun léna að loka, læsa eða endurskrá lén á Samgöngustofu.
    Lagt verður fyrir þjónustuveitendur og fjarskiptafyrirtæki að leysa af hendi athafnir skv. 2. mgr. óháð því hvort þau beri ábyrgð á gögnum, miðlun gagna eða sjálfvirkri, millistigs- eða skammtímageymslu gagna.
    Þegar sett er fram krafa um lögbann skal rétthafa léns og þeim sem talinn er brjóta gegn 17.–21. gr. tryggð sambærileg réttarstaða og gerðarþola til hagsmunagæslu við fyrirtöku lögbannsgerðar eftir því sem við verður komið, auk tilkynningar um lögbannsgerð að henni lokinni, skv. 14. og 18. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990.
    Við mat á því hvort lögbann verði lagt á skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda. Meðal annars skal litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt.
    Um lögbann samkvæmt þessari grein fer að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

26. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 30. gr. laganna:
     a.      8. tölul. orðast svo: 17. gr. um áskilnað eða fyrirvara um ábyrgð.
     b.      9. tölul. orðast svo: 18. gr. um bætur til farþega.
     c.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: 20. gr. um samningsskilmála og tryggingavernd.

XI. KAFLI

Gildistaka.

27. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 17. janúar 2020.

Greinargerð.

1. Inngangur.
    Frumvarp þetta er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Í frumvarpinu eru gerðar tillögur til breytinga á lögum á sviði neytendaverndar vegna innleiðingar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 frá 12. desember 2017 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 2006/2004. Samhliða frumvarpi þessu er lagt fram frumvarp þar sem gerð er tillaga um að reglugerðin verði sem slík tekin upp í íslenskan rétt með tilvísunaraðferð.
    Samráðshópur var stofnaður þann 20. júní 2019 til að meta nauðsynlegar lagabreytingar vegna innleiðingar reglugerðarinnar. Í samráðshópnum sátu fulltrúar Fjármálaeftirlits, fjölmiðlanefndar, Lyfjastofnunar, Neytendastofu og Samgöngustofu auk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Samráðshópurinn lauk störfum þann 25. október 2019. Við samningu frumvarpsins var sérstakt samráð haft við Póst- og fjarskiptastofnun, Ferðamálastofu, fjármála- og efnahagsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.

2. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
2.1. Innleiðing reglugerðar.
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 frá 12. desember 2017 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 2006/2004 kemur í stað reglugerðar (EB) nr. 2006/2004 um samvinnu milli innlendra yfirvalda sem bera ábyrgð á framkvæmd laga um neytendavernd. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 172/2019, frá 14. júní 2019. Reglugerðin inniheldur ítarlegri ákvæði um samvinnu en áður og leggur auknar skyldur á aðildarríkin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um sam-vinnu þegar um er að ræða brot sem varða mörg aðildarríki eða fjölda neytenda. Þá heyra fleiri gerðir á sviði neytendaverndar undir hina nýju reglugerð en áður. Í reglugerðinni er kveðið á um að hvert aðildarríki skuli tilnefna ein eða fleiri lögbær yfirvöld og miðlæga tengiskrifstofu sem bera ábyrgð á beitingu reglugerðarinnar.
    Reglugerðin nær til reglugerða og tilskipana Evrópusambandsins eins og þær eru leiddar í landslög aðildarríkjanna og sem eru tilgreindar í viðauka reglugerðarinnar. Alls fara sjö hérlend stjórnvöld með framkvæmd þeirra laga og reglugerða sem innleiða reglugerðir og tilskipanir sem taldar eru í viðaukanum. Þau eru Ferðamálastofa, Fjármálaeftirlitið, fjölmiðlanefnd, Lyfjastofnun, Neytendastofa, Póst- og fjarskiptastofnun og Samgöngustofa.
    Í 9. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um að sérhvert lögbært yfirvald skuli hafa þær lágmarksheimildir til rannsókna og framfylgdar sem kveðið er á um í 3., 4., 6. og 7. mgr. 9. gr. og nauðsynlegar eru vegna beitingar þessarar reglugerðar og að fara skuli með þær valdheimildir í samræmi við 10. gr. reglugerðarinnar. Það er aðildarríkjanna að ákveða með hvaða hætti heimildirnar sem kveðið er á um í 9. gr., sbr. 10. gr. eru útfærðar í innlendum rétti, sbr. 7. lið aðfararorða reglugerðarinnar.
    Með frumvarpinu er lagt til að innleiða ákvæði 9. og 10. gr. reglugerðarinnar í íslenskan rétt. Breytingunum er ætlað að tryggja að þau stjórnvöld sem fara með framkvæmd þeirra laga og reglugerða sem reglugerðin nær til hafi þær valdheimildir sem kveðið er á um í reglugerðinni. Markmið lagasetningarinnar er að kröfur 9. og 10. gr. reglugerðarinnar séu uppfylltar í íslenskum rétti.

2.2. Mat á leið til innleiðingar.
    Við mat á færum leiðum til að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 var ákveðið að leggja fram frumvarp til nýrra heildarlaga um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd ásamt sérstöku frumvarpi um breytingar á einstökum ákvæðum annarra laga sem innleiðing reglugerðarinnar hefur áhrif á. Ástæða þess er að efni reglugerðarinnar er nokkuð frábrugðið efni eldri reglugerðar um sama efni auk þess sem hún hefur verið felld úr gildi og felld úr EES-samningnum. Við matið var litið til þess að um er að ræða reglugerð Evrópusambandsins. Reglugerðir skal sem slíkar taka upp í landsrétt samningsaðila EES-samningsins í samræmi við a-lið 7. gr. EES-samningsins. Reglugerðin veitir lítið svigrúm við innleiðingu og er því lagt til að hún verði innleidd sem slík með tilvísunaraðferð með sérstöku frumvarpi sem lagt er fram samhliða frumvarpi þessu. Í því felst að reglugerðinni er veitt lagagildi með því að vísa til efnis hennar í EES-viðbæti Stjórnartíðinda Evrópusambandsins með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar. Um innleiðingu reglugerðarinnar með tilvísunaraðferð vísast nánar til athugasemda í greinargerð þess frumvarps.
    Ákvæði 9. gr. reglugerðarinnar er nauðsynlegt að útfæra með sérstökum lagaákvæðum. Í 9. gr. eru taldar þær lágmarksheimildir sem sérhvert lögbært yfirvald skal hafa vegna beitingar reglugerðarinnar. Ákvæði 9. gr. eru almennt orðuð og veita nokkuð svigrúm við útfærslu. Misjafnt er hvaða heimildir hérlend stjórnvöld hafa nú þegar samkvæmt lögum. Nokkrar valdheimildir gildandi laga uppfylla kröfur 9. gr. reglugerðarinnar og er ekki þörf á lagabreytingum vegna þeirra. Aðrar valdheimildir eru ófullnægjandi eða ekki til staðar og þarfnast því innleiðingar með sérstökum lagaákvæðum. Í 10. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um hvernig skuli beita heimildum 9. gr. reglugerðarinnar. Ekki er talin þörf á að innleiða 10. gr. með sérstöku lagaákvæði þar sem efni hennar leiðir af þeim heimildum sem þegar eru fyrir hendi og þeirra sem lagðar eru til í frumvarpi þessu auk meginreglna um málsmeðferð á sviði einkamálaréttarfars og stjórnsýsluréttar.
    Í frumvarpinu er lagt til grundvallar að heimildunum verði unnt að beita bæði í málum innanlands og yfir landamæri. Er það til þess fallið að gera réttarvernd neytenda skilvirkari og einfaldari. Í ljósi þess að sumar heimildir sem kveðið er á um í reglugerðinni geta verið íþyngjandi er hins vegar lagt til að einungis verði unnt að beita heimildunum í málum sem varða neytendaverndarákvæði þeirra reglugerða og tilskipana sem taldar eru í viðauka reglugerðarinnar. Þó er lagt til að heimildir Neytendastofu verði almennar þar sem stofnunin fer með framkvæmd flestra laga á sviði neytendaverndar og gegnir hlutverki miðlægrar tengiskrifstofu.

2.3. Tilskipanir og reglugerðir sem falla undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394.
    Í viðauka með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 eru taldar upp 19 tilskipanir og 7 reglugerðir. Í 1. mgr. 3. gr. er vísað til „laga sambandsins til verndar hagsmunum neytenda“ en með því er átt við reglugerðir og tilskipanir eins og þær eru leiddar í landslög aðildarríkjanna og sem eru tilgreindar í viðaukanum. Gerðirnar eins og þær hafa verið innleiddar í íslenskan rétt eru eftirtaldar:

Tilskipun ráðsins 93/13/EBE frá 5. apríl 1993 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum.
    Ákvæði tilskipunarinnar voru innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 14/1995 sem breyttu lögum um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936 (samningalög). Gerð var breyting á 1. mgr. 36. gr. samningalaga og bætt við fjórum nýjum greinum, 36. gr. a–d. Gilda þau ákvæði um vissa samninga að því er snertir sanngirnismat, réttaráhrif sérstaklega skilgreindrar ósanngirni og túlkun. Einnig var sett í lögin ákvæði til að vernda neytendur gegn vissum ákvæðum um erlend lög sem gilda skulu um viðkomandi samninga. Tilskipunin miðar að því að koma í veg fyrir röskun á samkeppni og auka neytendavernd. Markmið breytinganna á samningalögunum var að tryggja framkvæmd þeirra ákvæða tilskipunarinnar sem eru einkaréttarlegs eðlis, sbr. 3.–6. gr. hennar.
    Við innleiðingu tilskipunarinnar var ekki talin þörf á að kveða sérstaklega á um framkvæmd tilskipunarinnar að allsherjarrétti þar sem fullnægjandi reglur þóttu vera fyrir hendi í þágildandi samkeppnislögum, nr. 8/1993.
    Neytendastofu auk dómstóla er ætlað að tryggja framkvæmd þeirra ákvæða tilskipunarinnar sem eru allsherjarréttarlegs eðlis, sbr. núgildandi ákvæði 5. gr., sbr. 13. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB frá 16. febrúar 1998 um neytendavernd að því er varðar upplýsingar um verð á vöru sem er boðin neytendum.
    Í 17.–19. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er að finna ákvæði um verðmerkingar, heimild til að gefa fyrirtækjum sérstök fyrirmæli um að gera ráðstafanir til að auðvelda viðskiptavinum að meta verð og gæði, auk ákvæðis um öflun og birtingu upplýsinga um verð og verðmyndun og önnur viðskiptakjör. Eru ákvæðin í samræmi við tilskipunina. Nokkur fjöldi reglna um verðmerkingar og verðupplýsingar til neytenda hafa verið settar með lagastoð í 17.–19. gr. laganna.
    Neytendastofa fer með eftirlit samkvæmt lögunum í umboði ráðherra sem fer með framkvæmd þeirra.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/44/EB frá 25. maí 1999 um tiltekna þætti í sölu neysluvara og ábyrgð þar að lútandi.
    Tilskipunin er tvíþætt. Fyrst og fremst felast í 2.–5. gr. tilskipunarinnar einkaréttarlegar reglur um rétt neytenda gagnvart seljanda þegar vara er haldin göllum. Sá hluti tilskipunarinnar var innleiddur með lögum um neytendakaup, nr. 48/2003. Með lögunum voru ákvæði um neytendakaup tekin úr lögum um lausafjárkaup, nr. 50/2000, og sett í sérstakan lagabálk með það að meginmarkmiði að efla réttarstöðu neytenda.
    Í 6. gr. tilskipunarinnar er kveðið á um ábyrgðir og voru þau ákvæði innleidd með breytingu á samkeppnislögum, nr. 8/1993. Þau ákvæði eru nú í 16. gr. a og 16. gr. b laga um eftirlit með eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Brot gegn ákvæðum laga um neytendakaup, nr. 48/2003, geta talist til óréttmætra viðskiptahátta skv. 5. gr., sbr. 13. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, sem getur haft í för með sér beitingu allsherjarréttarlegra úrræða skv. IX. kafla þeirra laga.
    Neytendastofa fer með eftirlit samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, í umboði ráðherra sem fer með framkvæmd þeirra.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/31/EB frá 8. júní 2000 um tiltekna lagalega þætti þjónustu, einkum rafrænna viðskipta, í tengslum við upplýsingasamfélagið á innri markaðnum (tilskipun um rafræn viðskipti).
    Tilskipunin var innleidd með lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002. Meginmarkmið tilskipunarinnar er að tryggja að um rafræna þjónustu gildi meginregla Evrópusambandsins um frjálst flæði þjónustu, þ.e. að unnt verði að veita þjónustuna á öllu Evrópska efnahagssvæðinu ef hún fullnægir lagaákvæðum upprunalands. Tilskipunin leggur þær skyldur á aðildarríkin að tryggja að réttarkerfi þeirra heimili að samningar séu gerðir með rafrænum hætti, með fáum undantekningum sem taka meðal annars til samninga á sviði sifja- og erfðaréttar, samninga sem stofna eða yfirfæra rétt yfir fasteignum, nema þegar um leigurétt er að ræða, og samninga sem lögum samkvæmt krefjast þátttöku dómstóla, stjórnvalda eða annarra sem fara með opinbert vald.
    Neytendastofa hefur eftirlit með að farið sé eftir 6.–7. gr. og 9.–11. gr. laganna.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB frá 6. nóvember 2001 um bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum: 86.–100. gr.
    Tilskipunin er heildartilskipun á sviði lyfjamála. Með setningu tilskipunarinnar voru fjölmargar eldri tilskipanir sem um þetta svið giltu felldar saman. Forverar tilskipunar 2001/83/EB höfðu verið innleiddar í íslenskan rétt með setningu lyfjalaga, nr. 93/1994, og þar sem tilskipun 2001//83/EB fól ekki í sér neinar efnislegar breytingar er hún að fullu innleidd með gildandi lyfjalögum. Einungis 86.–100. gr. tilskipunarinnar falla undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Ákvæði 86.–100. gr. tilskipunarinnar eru innleidd með ákvæðum 13.–18. gr. lyfjalaga sem er að finna í VI. kafla laganna.
    Lyfjastofnun fer með framkvæmd laganna og eftirlit samkvæmt ákvæðum þeirra.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/58/EB frá 12. júlí 2002 um vinnslu persónuupplýsinga og um verndun einkalífs á sviði rafrænna fjarskipta (tilskipun um friðhelgi einkalífsins og rafræn fjarskipti): 13. gr.
    Tilskipunin fjallar um friðhelgi einkalífsins og vernd persónuupplýsinga í fjarskiptum. Tilskipunin var innleidd í IX. kafla laga um fjarskipti, nr. 81/2003. Ákvæði kaflans fjalla um meðferð fjarskiptagagna, upplýsinga um staðsetningu búnaðar, sjálfvirkan hringiflutning, skrár yfir áskrifendur, óumbeðin fjarskipti, öryggi og þagnarskyldu, öryggis- og viðbragðshóp til verndar ómissandi upplýsingainnviðum og hljóðritun símtala. Einungis 13. gr. tilskipunarinnar fellur undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Greinin fjallar um óumbeðnar fjarskiptasendingar og er innleidd með 46. gr. laga um fjarskipti, nr. 81/2003.
    Póst- og fjarskiptastofnun hefur eftirlit með framkvæmd laganna.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/65/EB frá 23. september 2002 varðandi fjarsölu á fjármálaþjónustu fyrir neytendur og um breytingu á tilskipun ráðsins 90/619/EBE og á tilskipunum 97/7/EB og 98/27/EB.
    Tilskipunin var innleidd með lögum um fjarsölu á fjármálaþjónustu, nr. 33/2005. Tilgangurinn með tilskipuninni er að samræma löggjöf og reglur um fjarsölu á fjármálaþjónstu til neytenda. Þá er tilskipuninni ætlað að styrkja innri markaðinn og auka neytendavernd. Ákvæði tilskipunarinnar gilda um fjarsölusamninga um fjármálaþjónustu sem gerðir eru á milli þjónustuveitanda og neytanda og markaðssetningu sem ætlað er að leiða til slíkra samninga.
    Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með framkvæmd laganna. Um eftirlitið gilda ákvæði laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 261/2004 frá 11. febrúar 2004 um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður og um að fella úr gildi reglugerð (EBE) nr. 295/91.
    Reglugerðin var fyrst innleidd í íslenskan rétt með reglugerð nr. 574/2005 sem sett var á grundvelli 126. gr. laga um loftferðir, nr. 60/1998. Núgildandi reglugerð er reglugerð nr. 1048/2012 um skaðabætur og aðstoð til farþega í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum og er sett á grundvelli 4. mgr. 106. gr. og 3. mgr. 126. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum. Í reglugerðinni er kveðið á um reglur um málsmeðferð, skaðabætur og aðstoð til flugfarþega sem hefur verið neitað um far eða farþega sem verða fyrir því að flugi er aflýst eða miklar seinkanir verða á flugi. Reglugerðin gildir um farþega sem fljúga til eða frá flugvelli innan Evrópska efnahagssvæðisins.
    Samgöngustofa fer með eftirlit með framkvæmd laga um loftferðir og reglugerða settra á grundvelli þeirra.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/29/EB frá 11. maí 2005 um óréttmæta viðskiptahætti gagnvart neytendum á innri markaðnum og um breytingu á tilskipun ráðsins 84/450/EBE, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 97/7/EB, 98/27/EB og 2002/65/EB og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2006/2004 (tilskipun um óréttmæta viðskiptahætti).
    Tilskipunin gildir um óréttmæta viðskiptahætti fyrirtækja gagnvart neytandum áður en, á meðan og eftir að viðskipti með vöruna fara fram. Tilskipuninni er ætlað að samræma löggjöf á Evrópska efnahagssvæðisins um vernd fjárhagslegra hagsmuna neytenda gagnvart óréttmætum viðskiptaháttum fyrirtækja. Tilskipunin mælir fyrir um allsherjarsamræmingu á ákvæðum hennar á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 50/2008 um breytingu á lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, nr. 57/2005, með síðari breytingum.
    Neytendastofa fer með eftirlit samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, í umboði ráðherra sem fer með framkvæmd þeirra.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2006 frá 5. júlí 2006 um réttindi fatlaðs og hreyfihamlaðs fólks sem ferðast með flugi.
    Reglugerðin fjallar um vernd og aðstoð við fatlaða og hreyfihamlaða einstaklinga sem ferðast með flugi, bæði til að vernda þá gegn mismunun og til þess að tryggja að þeir fái aðstoð. Reglugerðin var innleidd í íslenskan rétt með reglugerð nr. 475/2008 um réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga sem ferðast með flugi. Reglugerðin er sett með heimild í 2. mgr. 57. gr. d, 3. mgr. 126. gr., 4. mgr. 126. gr. b, sbr. 145. gr. laga um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum.
    Samgöngustofa fer með eftirlit með framkvæmd laga um loftferðir og reglugerða settra á grundvelli þeirra.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/114/EB frá 12. desember 2006 um villandi auglýsingar og samanburðarauglýsingar: 1. gr., 2. gr. (c-liður) og 4.–8. gr.
    Ákvæði 1. gr., 2. gr. (c-liður) og 4.–8. gr. tilskipunar 2006/114/EB um villandi auglýsingar og samanburðarauglýsingar fjalla um samanburðarauglýsingar og skilyrði til þeirra. Ákvæðin um samanburðarauglýsingar komu fyrst inn í íslenskan rétt með samþykkt laga nr. 107/2000, við innleiðingu tilskipunar 97/55/EB um samanburðarauglýsingar. Með tilskipun 2005/29/EB var gildissviði tilskipunar 97/55/EB breytt þannig að hún verndi söluaðila fyrir villandi auglýsingum og óréttmætum afleiðingum þeirra í stað bæði söluaðila og neytenda áður en með samþykkt fyrrnefndu tilskipunarinnar gilda ákvæði hennar nú um vernd fjárhagslegra hagsmuna neytenda. Ákvæðið um samanburðarauglýsingar var innleitt með lögum nr. 50/2008 um breytingu á lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, nr. 57/2005, með síðari breytingum. Ákvæðið um samanburðarauglýsingar er að finna í 15. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Ákvæði tilskipunar 2006/114/EB um villandi auglýsingar og samanburðarauglýsingar hafa að mestu sama efnisinntak. Tilskipunin telst því réttilega innleidd í íslenskan rétt með ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005.
    Neytendastofa fer með eftirlit samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, í umboði ráðherra sem fer með framkvæmd þeirra.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/123/EB frá 12. desember 2006 um þjónustu á innri markaðnum (þjónustutilskipunin): 20. gr.
    Tilskipunin var innleidd hér á landi með lögum um þjónustuviðskipti á innri markaðnum, nr. 76/2011. Með tilskipuninni eru sett almenn ákvæði sem greiða fyrir því að þjónustuveitendur geti nýtt sér staðfesturétt og veitt frjálsa þjónustustarfsemi. Tilskipunin gildir um þjónustu sem veitendur með staðfestu í ríki á Evrópska efnahagssvæðinu veita nema þær séu sérstaklega undanskildar gildissviði tilskipunarinnar.
    Einungis 20. gr. tilskipunarinnar fellur undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Greinin leggur bann við mismunun á grundvelli þjóðernis eða búsetu samkvæmt reglugerðinni. Greinin var innleidd með 15. gr. laga um þjónustuviðskipti á innri markaðnum, nr. 76/2011. Við innleiðingu reglugerðarinnar var ekki kveðið á um sérstakt eftirlit með ákvæði 15. gr. laganna. Samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 þarf að tilnefna lögbært yfirvald sem hefur fullnægjandi lágmarks heimildir til rannsókna og framfylgdar ákvæðinu.
    Í frumvarpinu er lagt til að Neytendastofa hafi eftirlit með ákvæði 15. gr. laga um þjónustuviðskipti á innri markaðnum, nr. 76/2011.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1371/2007 frá 23. október 2007 um réttindi og skyldur lestarfarþega.
    Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 90/2010 frá 2. júlí 2010. Reglugerðin er á sviði lestarsamgangna og hefur ekki verið tekin upp í íslenskan rétt.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/48/EB frá 23. apríl 2008 um lánssamninga fyrir neytendur og um niðurfellingu tilskipunar ráðsins 87/102/EBE.
    Tilskipunin var innleidd hér á landi með lögum um neytendalán, nr. 33/2013. Tilskipunin gildir um lánssamninga nema þeir séu sérstaklega undanskildir gildissviði tilskipunarinnar. Markmið tilskipunarinnar er að samræma tiltekna þætti laga og stjórnsýslufyrirmæla aðildarríkjanna sem varða neytendalán.
    Neytendastofa annast eftirlit með ákvæðum laganna.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 frá 24. september 2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í bandalaginu: 22., 23. og 24. gr.
    Reglugerðin fjallar um sameiginlegar reglur um veitingu flugrekstrarleyfa, opinn aðgang flugrekenda innan Evrópska efnahagssvæðisins að sameiginlegum markaði og samræmdar reglur um far- og farmgjöld í flugþjónustu. Reglugerðin var innleidd í íslenskan rétt með reglugerð nr. 48/2012 um sameiginlegar reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Reglugerðin er sett með heimild í 2. mgr. 3. gr., 80. gr., 85. gr. a, 7. mgr. 125. gr. og 146. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum.
    Samgöngustofa fer með eftirlit með framkvæmd laga um loftferðir og reglugerða settra á grundvelli þeirra.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/122/EB frá 14. janúar 2009 um neytendavernd að því er varðar tiltekna þætti skiptileigusamninga, samninga um orlofskosti til langs tíma, endursölu- og skiptasamninga.
    Tilskipunin leysti af hólmi eldri tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/47/EB um verndun kaupenda vegna tiltekinna þátta í samningum um kaup á réttindum til að nýta fasteignir á skiptileigugrunni. Eldri tilskipunin var innleidd hér á landi með lögum um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis, nr. 23/1997. Tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt með lögum um skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl., nr. 120/2013.
    Neytendastofa annast eftirlit með ákvæðum laganna og reglna settra á grundvelli þeirra.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/13/ESB frá 10. mars 2010 um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu (tilskipun um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu): 9., 10. og 11. gr. og 19.–26. gr.
    Tilskipunin inniheldur ýmis ákvæði um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu. Tilskipunin var innleidd með lögum um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011 (eignarhaldsreglur og endurbætur). Einungis 9., 10. og 11. gr. auk 19.–26. gr. fellur undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Ákvæðin eru innleidd með ákvæðum VI. kafla laga um fjölmiðla, nr. 38/2011.
    Fjölmiðlanefnd annast eftirlit samkvæmt lögunum og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010 frá 24. nóvember 2010 um réttindi farþega sem ferðast á sjó eða skipgengum vatnaleiðum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004.
    Reglugerðin kveður á um reglur um flutninga á sjó eða skipgengum vatnaleiðum að því er varðar bann við mismunun farþega um flutningsskilyrði, bann við mismunun fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga, réttindi farþega þegar ferð er aflýst eða henni seinkar, lágmarksupplýsingar til farþega, meðferð kvartana og almennar reglur um framfylgd.
    Reglugerðin var innleidd hér á landi með lögum um breytingu á siglingalögum, umferðarlögum og lögum um rannsókn samgönguslysa vegna innleiðingar EES-reglna, nr. 12/2016 (réttindi farþega skipa, gerðarviðurkenning, skilgreiningar o.fl.). Reglugerðin er innleidd með tilvísunaraðferð í 148. gr. a siglingalaga, nr. 34/1985.
    Samgöngustofu er falið að annast framkvæmd og eftirlit með ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. ákvæði 1. mgr. 148. gr. b siglingalaga, nr. 34/1985.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 181/2011 frá 16. febrúar 2011 um réttindi farþega í hópbifreiðum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004.
    Reglugerðin fjallar um réttindi farþega í hópbifreiðum. Reglugerðin var innleidd hér á landi í heild sinni með tilvísunaraðferð með reglugerð nr. 475/2017 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 181/2011 frá 16. febrúar 2011 um réttindi farþega í hópbifreiðum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004. Þá voru ákvæði hennar er lúta að réttindum farþega innleidd með ákvæðum V. kafla laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017.
    Samgöngustofa ber ábyrgð á framkvæmd reglugerðarinnar og eftirliti með lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/83/ESB frá 25. október 2011 um réttindi neytenda, um breytingu á tilskipun ráðsins 93/13/EBE og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 1999/44/EB og um niðurfellingu tilskipunar ráðsins 85/577/EBE og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 97/7/EB.
    Markmið tilskipunarinnar er að samræma reglur á Evrópska efnahagssvæðinu um samninga, fjarsölusamninga og samninga utan fastrar starfsstöðvar og um hvaða atriði seljanda sé skylt að upplýsa neytanda um áður en samningur um kaup á vörum eða þjónustu verður skuldbindandi af hálfu neytanda. Tilskipunin gildir um alla samninga sem seljandi og neytandi gera sín í milli sem eru ekki sérstaklega undanskildir gildissviði tilskipunarinnar. Tilskipunin gildir einnig um samninga um afhendingu á vatni, gasi, rafmagni eða fjarhitun. Tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt með lögum um neytendasamninga, nr. 16/2016. Í lögunum er að finna ýmsar formlegar kröfur til samninga utan fastrar starfsstöðvar og fjarsölusamninga, svo sem um staðfestingu á samningi og hvernig upplýsingagjöf skuli háttað. Í lögunum er nánar kveðið á um rétt neytenda til að falla frá fjarsölusamningi og samningi utan fastrar starfsstöðvar.
    Neytendastofa annast eftirlit með lögunum.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/11/ESB frá 21. maí 2013 um lausn deilumála neytenda utan dómstóla og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun 2009/22/EB (tilskipun um lausn deilumála neytenda utan dómstóla (ADR)): 13. gr.
    Markmið tilskipunarinnar er að tryggja að neytendur geti lagt fram kvartanir gegn seljendum fyrir úrskurðaraðila sem bjóða óháða, óhlutdræga, gagnsæja, skilvirka, hraðvirka og sanngjarna málsmeðferð til lausnar deilumálum utan dómstóla. Tilskipunin gildir um málsmeðferð við lausn á deilumálum utan dómstóla, innan lands og yfir landamæri, sem koma upp vegna ágreinings um skyldur sem rísa af sölu- eða þjónustusamningnum milli seljenda og neytenda með milligöngu úrskurðaraðila í deilumálum utan dómstóla eða með sáttamiðlun. Tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt með lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála, nr. 81/2019. Einungis 13. gr. tilskipunarinnar fellur undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Greinin fjallar um upplýsingaskyldur seljenda samkvæmt tilskipuninni og er innleidd með 6. gr. laganna sem leggur almenna upplýsingaskyldu á seljendur sem selja vöru eða þjónustu til neytenda og lögin taka til.
    Neytendastofa hefur eftirlit með því að seljendur fullnægi upplýsingaskyldu skv. 6. gr. laganna.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 524/2013 frá 21. maí 2013 um lausn deilumála neytenda með rafrænni málsmeðferð á netinu og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun 2009/22/EB (reglugerð um lausn deilumála neytenda með rafrænni málsmeðferð á netinu (ODR)): 14. gr.
    Markmið reglugerðarinnar er að koma á fót rafrænum vettvangi á netinu til lausnar deilumálum neytenda utan dómstóla þvert á landamæri. Neytendur á Evrópska efnahagssvæðinu eiga að geta notað rafræna vettvanginn til þess að fá aðgang að úrskurðaraðilum utan dómstóla. Reglugerðin var innleidd í íslenskan rétt með lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála, nr. 81/2019. Einungis 14. gr. tilskipunarinnar fellur undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Greinin fjallar um upplýsingaskyldur seljenda samkvæmt tilskipuninni og er innleidd með 7. gr. laganna sem leggur almenna upplýsingaskyldu á seljendur sem selja vöru eða þjónustu til neytenda og lögin taka til.
    Neytendastofa hefur eftirlit með því að seljendur fullnægi upplýsingaskyldu skv. 7. gr. laganna.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB frá 4. febrúar 2014 um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði og um breytingu á tilskipun 2008/48/EB og 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 1093/2010: 10.–11., 13.–18. og 21.–23. gr., 10. kafli og I. og II. viðauki.
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB um lánssamninga fyrir neytendur í tengslum við íbúðarhúsnæði og um breytingu á tilskipunum 2008/48/EB og 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 var innleidd í íslenskan rétt með lögum um fasteignalán. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/17/ESB hefur ekki verið innleidd í íslenskan rétt en frumvarp til breytinga á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, verður lagt fram á Alþingi á 150. löggjafarþingi 2019–2020 sem hefur að markmiði að innleiða gerðina.
    Ákvæði gerðarinnar sem falla undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 fjalla meðal annars um markaðssetningu og upplýsingagjöf til neytenda. Neytendastofu er falið að hafa eftirlit með ákvæðum laganna er varða markaðssetningu og upplýsingagjöf til neytenda, sbr. XV. kafla laganna.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/92/ESB frá 23. júlí 2014 um samanburð gjalda er varða greiðslureikninga, skipti á greiðslureikningum og aðgengi að almennum greiðslureikningum: 3.–18. gr. og 2. mgr. 20. gr.
    Tilskipunin hefur ekki verið tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og hefur ekki verið tekin upp í íslenskan rétt. Efni tilskipunarinnar heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2302 frá 25. nóvember 2015 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/83/ESB og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/314/EBE.
    Með tilskipuninni eru tilteknir þættir varðandi samninga sem ferðamenn og seljendur gera sín í milli um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun samræmdir á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt með lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018.
    Neytendastofa annast eftirlit með ákvæðum I.–VI. og VIII. kafla laganna og reglna settra á grundvelli þeirra. Ferðamálastofa annast eftirlit með ákvæðum VII. kafla laganna.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1128 frá 14. júní 2017 um flytjanleika efnisveituþjónustu á netinu yfir landamæri á innri markaðnum.
    Tilgangur reglugerðarinnar er að tryggja að áskrifendur efnisveituþjónustu á netinu, sem er veitt í búsetuaðildarríki þeirra með löglegum hætti, geti notað þjónustuna þegar þeir eru tímabundið staddir í aðildarríki öðru en búsetuaðildarríki sínu. Reglugerðin var innleidd með lögum um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972, með síðari breytingum (flytjanleiki efnisveituþjónustu), nr. 53/2019. Reglugerðin er innleidd með tilvísunaraðferð í 53. gr. a höfundalaga, nr. 73/1972.
    Lögbært yfirvald hefur ekki verið tilnefnt til að bera ábyrgð á framfylgd laganna.

2.4. Lágmarksheimildir lögbærra yfirvalda.
    Í 9. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um lágmarksheimildir sem sérhvert lögbært yfirvald skuli hafa til rannsókna og framfylgdar. Lágmarksheimildirnar eru eftirfarandi:

Heimildir til upplýsingaöflunar.
    Í a-lið 3. mgr. 9. gr. segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til aðgangs að hvers konar viðeigandi skjölum, gögnum eða upplýsingum sem tengjast broti sem heyrir undir þessa reglugerð, á hvaða formi eða sniði sem er og án tillits til geymslumiðils þeirra eða staðarins þar sem þau eru geymd. Í 9. lið aðfararorða reglugerðarinnar segir um heimildina að lögbær yfirvöld ættu að hafa aðgang að öllum viðeigandi skjölum, gögnum og upplýsingum sem tengjast efni rannsóknar eða samhæfðum rannsóknum (e. sweeps) á neytendamarkaði til að ákvarða hvort brot á lögum Sambandsins til verndar hagsmunum neytenda hafi átt sér stað eða standi yfir, og einkum til að finna hvaða seljandi ber ábyrgð á því, óháð því hver hefur undir höndum viðkomandi skjöl, gögn eða upplýsingar og án tillits til forms þeirra eða sniðs, geymslumiðils eða staðarins þar sem þau eru geymd. Lögbær yfirvöld ættu að geta farið fram á það beint við þriðju aðila í stafrænu virðiskeðjunni að þeir láti í té hvers konar viðkomandi sönnunargögn, viðeigandi gögn og upplýsingar í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/31/EB og í samræmi við löggjöf um persónuvernd.
    Í b-lið 3. mgr. 9. gr. segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til að krefja sérhvert opinbert yfirvald, aðila eða stofnun í aðildarríki sínu eða sérhvern einstakling eða lögaðila um allar viðeigandi upplýsingar, gögn eða skjöl, á hvaða formi sem er og án tillits til geymslumiðils þeirra eða staðarins þar sem þau eru geymd, í þeim tilgangi að ákvarða hvort brot, sem heyrir undir reglugerðina, hafi átt sér stað eða standi yfir og í því skyni að afla ítarlegra upplýsinga um slíkt brot, þ.m.t. með því að rekja fjárstreymi og gagnaflæði, staðfesta deili á þeim sem eiga hlut að fjárstreymi og gagnaflæði og staðfesta upplýsingar um bankareikninga og eignarhald á vefsetrum. Í 10. lið aðfararorða reglugerðarinnar segir að heimildin ætti til dæmis að ná til greiðsluþjónustuveitenda, netþjónustuveitenda, fjarskiptafyrirtækja, skráningaraðila og skráningarmiðlana léna og hýsingaraðila.

Heimild til vettvangsskoðana.
    Í c-lið 3. mgr. 9. gr. segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til að framkvæma nauðsynlegar vettvangsskoðanir, þ.m.t. heimild til að fara inn á öll athafnasvæði, lóðir eða inn í flutningatæki sem seljandinn, sem sætir skoðun, notar í tengslum við atvinnugrein sína, fyrirtæki, iðn eða sérgrein, eða til að krefjast þess af öðrum opinberum yfirvöldum að þau geri það, í því skyni að rannsaka, gera upptæk, taka eða fá afrit af upplýsingum, gögnum eða skjölum, án tillits til geymslumiðils þeirra, heimild til að gera upptækar hvers konar upplýsingar, gögn eða skjöl í nauðsynlegan tíma og í þeim mæli sem nauðsynlegt er vegna rannsóknarinnar, heimild til að krefja sérhvern fulltrúa eða starfsmann seljandans, sem sætir skoðun, um skýringar á málavöxtum, upplýsingar, gögn eða skjöl tengd viðfangsefni skoðunarinnar og skrá svör hans.

Heimild til prufukaupa.
    Í d-lið 3. mgr. 9. gr. segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til prufukaupa á vörum eða þjónustu, undir fölsku nafni ef nauðsyn krefur, til að koma upp um brot sem heyra undir reglugerðina og til að afla sönnunargagna, þ.m.t. heimild til þess að skoða, athuga, rannsaka, hluta sundur eða prófa vörur eða þjónustu. Í 13. lið aðfararorða reglugerðarinnar er nefnt sem dæmi um brot þegar synjað er um rétt neytanda til að falla frá samningi þegar um er að ræða fjarsölusamninga. Þar kemur einnig fram að heimild til prufukaupa á vörum og þjónustu gæti falið í sér heimild af hálfu lögbærra yfirvalda til að tryggja að hvers konar greiðsla fáist endurgreidd svo fremi sem slík endurgreiðsla væri ekki óhófleg og samræmdist að öðru leyti lögum Sambandsins og landslögum.

Heimild til að samþykkja bráðabirgðaráðstafanir.
    Í a-lið 4. mgr. 9. gr. segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til að samþykkja bráðabirgðaráðstafanir til að forðast að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða.

Sáttaheimild.
    Í b-lið 4. mgr. 9. gr. segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til þess að leitast eftir að fá eða til að fá frá seljanda, sem er ábyrgur fyrir broti sem heyrir undir þessa reglugerð, skuldbindingar um að hann láti af brotinu.
    Í c-lið 4. mgr. 9. gr. segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til að fá frá seljanda, að frumkvæði hans, viðbótarskuldbindingar um úrbætur fyrir neytendur sem meint brot, sem heyrir undir reglugerðina, hefur haft áhrif á eða, eftir því sem við á, til að leitast eftir að fá frá seljanda skuldbindingar um að bjóða neytendum, sem orðið hafa fyrir áhrifum af brotinu, úrlausn við hæfi. Í 17. lið aðfararorða reglugerðarinnar segir að á meðal slíkra úrbóta geti t.d. verið viðgerð, skipti, verðlækkun, uppsögn samnings eða endurgreiðsla þess verðs sem greitt var fyrir vöruna eða þjónustuna, eftir því sem við á, til að draga úr neikvæðum afleiðingum brots, sem heyrir undir reglugerðina, fyrir viðkomandi neytanda í samræmi við kröfur laga Sambandsins. Þetta ætti ekki að hafa áhrif á rétt neytandans til að leita úrlausnar sinna mála eftir viðeigandi leiðum. Lögbær yfirvöld ættu, eftir atvikum, að upplýsa neytendur, sem halda því fram að þeir hafi orðið fyrir tjóni vegna brots sem heyrir undir reglugerðina, um það hvernig þeir geti farið fram á bætur samkvæmt landslögum.

Heimild til leiðbeininga.
    Í d-lið 4. mgr. 9. gr. segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild, eftir atvikum, til að upplýsa neytendur, sem halda því fram að þeir hafi orðið fyrir tjóni vegna brots sem heyrir undir reglugerðina, um það hvernig þeir geti farið fram á bætur samkvæmt landslögum.

Heimildir til að stöðva brot.
    Í e-lið 4. mgr. 9. gr. segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til að fyrirskipa skriflega stöðvun brota, sem heyra undir reglugerðina, af hálfu seljanda. Í f-lið 4. mgr. segir jafnframt að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til að stöðva eða banna brot sem heyra undir reglugerðina.
    Í g-lið 4. mgr. 9. gr. er kveðið á um að ef engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva eða banna brot sem heyrir undir reglugerðina og til að forðast það að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða skuli lögbært yfirvald hafa heimild til að fjarlægja efni af eða takmarka aðgang að netskilfleti eða fyrirskipa að birt sé skýr viðvörun til neytenda þegar þeir fara inn á netskilflöt, heimild til að fyrirskipa hýsingaraðila að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða eftir því sem við á, heimild til að fyrirskipa skráningaraðilum eða skráningarmiðlunum léna að eyða fullgildu lénsheiti og heimila hlutaðeigandi lögbæru yfirvaldi að skrá það, þ.m.t. að fara fram á að þriðji aðili eða annað opinbert yfirvald framkvæmi slíkar ráðstafanir,

Sektarheimildir.
    Í h-lið 4. mgr. 9. gr. segir að lögbær yfirvöld ættu að hafa heimild til að leggja á viðurlög, svo sem sektir eða févíti, vegna brota sem heyra undir reglugerðina og þegar ekki er farið að ákvörðun, fyrirmælum, bráðabirgðaráðstöfun, skuldbindingu seljanda eða annarri ráðstöfun sem samþykkt er samkvæmt reglugerðinni.
    Í 5. mgr. 9. gr. segir að lögbær yfirvöld ættu að hafa heimild til að leggja á viðurlög, svo sem sektir eða févíti, vegna brota sem heyra undir reglugerðina um hvers konar brot á lögum Sambandsins til verndar hagmunum neytenda ef kveðið er á um viðurlög í viðkomandi réttargerð Sambandsins sem skráð er í viðaukanum. Þetta hafi ekki áhrif á vald landsyfirvalda samkvæmt landslögum til að leggja á viðurlög, svo sem stjórnsýslusekt eða aðrar sektir eða févíti, í þeim tilvikum þegar ekki er kveðið á um viðurlög í réttargerðum Sambandsins sem skráðar eru í viðaukanum.

Beiting heimildanna.
    Í 6. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til að hefja rannsókn eða málsmeðferð að eigin frumkvæði í því skyni að stöðva eða banna brot sem heyra undir þessa reglugerð. Í 7. mgr. 9. gr. segir einnig að lögbærum yfirvöldum sé heimilt að birta sérhverja endanlega ákvörðun, skuldbindingar seljanda eða fyrirmæli sem samþykkt eru samkvæmt reglugerðinni, þ.m.t. deili á seljanda sem er ábyrgur fyrir broti sem heyrir undir þessa reglugerð.
    Í 1. mgr. 10. gr. er kveðið á um að valdheimildum 9. gr. skuli beitt annaðhvort beint af hálfu lögbærra yfirvalda samkvæmt eigin heimildum þeirra, með því að vísa máli til annarra lögbærra yfirvalda, ef við á, eða annarra opinberra yfirvalda, með fyrirmælum til tilnefndra stofnana, ef við á, eða með því að vísa máli til dómstóla. Þá er kveðið á um það í 2. mgr. 10. gr. að beiting valdheimilda skuli samræmast meðalhófsreglu, lögmætisreglu, réttarfarsreglum og grundvallarréttindum. Þá skuli valdheimildirnar hæfa brotinu.

2.5. Markmið lagasetningarinnar.
    Markmið frumvarpsins er tvíþætt. Í fyrsta lagi er stefnt að því að innleiða ákvæði 9. og 10. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á nokkrum lögum á sviði neytendaverndar sem falla undir gildissvið reglugerðarinnar. Breytingunum er ætlað að tryggja að lögbær yfirvöld sem fara með framkvæmd laganna hafi þær lágmarksheimildir til rannsókna og framfylgdar sem kveðið er á um í 9. gr., sbr. 10. gr. reglugerðarinnar. Í öðru lagi er lagt til að lögfest verði meginregla um sáttaumleitan í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, að norrænni fyrirmynd. Lagt er til að Neytendastofa leggi áherslu á móttækilegt eftirlit með sáttaumleitan í einstökum málum og útgáfu almennra leiðbeininga um góða viðskiptahætti til fyrirtækja. Stefnt er að því að breytingarnar hafi í för með sér betri nýtingu á fjármagni og mannafla stofnunarinnar og fyrirbyggjandi áhrif á háttsemi fyrirtækja sem leiði til fækkunar einstakra mála. Til að tryggja slíka framkvæmd er nauðsynlegt að lögfesta nýja forgangsröðunarheimild stofnunarinnar. Með frumvarpinu er stefnt að því að eftirlit Neytendastofu verði áþekkt því sem þekkist hjá eftirlitsstjórnvöldum í nágrannaríkjum Íslands og uppfylli betur viðmið Efnahags- og framfarastofnunarinnar um bestu starfsvenjur eftirlitsstjórnvalda.

3. Meginefni frumvarpsins.
3.1. Almennt.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á tíu lögum á sviði neytendaverndar sem heyra undir Ferðamálastofu, Fjármálaeftirlitið, fjölmiðlanefnd, Lyfjastofnun, Neytendastofu, Póst- og fjarskiptastofnun og Samgöngustofu. Breytingatillögunum er ætlað að tryggja að uppfylltar séu kröfur reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 um lágmarksheimildir lögbærra yfirvalda. Þörf fyrir breytingar er misjöfn og fer eftir því hvort fyrir hendi eru heimildir sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar. Auk breytingatillagna sem tengjast innleiðingu reglugerðarinnar eru gerðar tillögur til breytinga á eftirliti Neytendastofu með lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Í frumvarpinu er lagt til að lögfesta meginreglu um sáttaumleitan, útgáfu leiðbeinandi reglna og forgangsröðunarreglu. Þá er lagt til að kveðið verði á um það með skýrum hætti að þeir sem eigi lögvarða hagsmuni geti höfðað dómsmál vegna brota gegn lögunum. Breytingatillögurnar miða að því að gera eftirlit Neytendastofu eins skilvirkt og hagkvæmt og kostur er.
    Í kafla 3.2. er gerð grein fyrir hvaða breytinga er þörf til að innleiða lágmarksheimildir reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 í lögum sem heyra undir Neytendastofu. Í kafla 3.3. er gerð sérstök grein fyrir breytingunum sem lagðar eru til á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, vegna lögfestingar meginreglu um sáttaumleitan. Í köflum 3.4.–3.9. er að finna umfjöllun um gildandi lög og reglur sem lögbær yfirvöld hafa eftirlit með, þörf fyrir breytingar á þeim og umfjöllun um breytingatillögur frumvarpsins. Í kafla 3.10. er fjallað um þörf fyrir aðrar breytingar vegna innleiðingar reglugerðarinnar.

3.2. Lög á sviði Neytendastofu.
    Þau lög sem innleiða tilskipanir og reglugerðir sem falla undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 og heyra með einum eða öðrum hætti undir Neytendastofu eru eftirtalin: Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936, lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002, lög um neytendakaup, nr. 48/2003, lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, lög um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 76/2011, lög um neytendalán, nr. 33/2013, lög um skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl., nr. 120/2013, lög um neytendasamninga, nr. 16/2016, lög um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, og lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála, nr. 81/2019.
    Neytendastofa þarf að hafa lágmarksheimildir til rannsókna og framfylgdar sem kveðið er á um í 3., 4., 6. og 7. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar til að framfylgja ákvæðum fyrrtalinna laga. Þegar litið er til efnis laganna er ljóst að ákvæði laga 36. gr. a–d um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936, laga um neytendakaup, nr. 48/2003, og 53. gr. a höfundalaga, nr. 73/1972, eru einkaréttarlegs eðlis og fer Neytendastofa því ekki með framkvæmd þeirra með beinum hætti. Brot gegn lögunum geta hins falið í sér brot gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Af þeim sökum er óþarfi að gera breytingar á lögum um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936, lögum um neytendakaup, nr. 48/2003, og höfundalögum, nr. 73/1972. Eftir stendur að festa verður þær lágmarksheimildirnar í önnur fyrrtalin lög sem heyra undir Neytendastofu.

Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002.
    Í 19. gr. laganna er kveðið á um að Neytendastofa hafi eftirlit með að farið verði eftir nánar tilgreindum ákvæðum laganna. Jafnframt er kveðið á um að ef brotið er gegn ákvæðum þeim sem Neytendastofa hefur eftirlit með gilda ákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu um úrræði Neytendastofu, stjórnvaldssektir og málsmeðferð. Þar sem í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar sem fela í sér að þær rannsóknar- og framfylgdarheimildir sem lögbær stjórnvöld verða að hafa á grundvelli 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 verði festar í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki þörf á að gera breytingar á lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002.

Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005.
    Neytendastofa hefur nú þegar margar af rannsóknar- og framfylgdarheimildum 9. gr. reglugerðarinnar. Þannig hefur Neytendastofa heimild í 20. gr. laganna til að krefja þá sem lögin taka til um allar upplýsingar sem nauðsynlegar þykja við athugun einstakra mála. Skv. 1. mgr. 1. gr. laganna taka lögin til hvers konar atvinnustarfsemi, svo sem framleiðslu, verslunar og þjónustu, án tillits til þess hvort hún er rekin af einstaklingum, félögum, opinberum aðilum eða öðrum. Heimildin nær einnig til þess að krefjast upplýsinga og gagna frá öðrum stjórnvöldum. Neytendastofa hefur því yfir að ráða heimildum til upplýsinga- og gagnaöflunar skv. a- og b-lið 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Samkvæmt 2. mgr. 21. gr. b getur Neytendastofa gripið til aðgerða gegn viðskiptaháttum sem brjóta í bága við ákvæði II.–VI. kafla og ákvæði VII. og VIII. kafla laganna eftir því sem við getur átt. Aðgerðir Neytendastofu geta falið í sér bann, fyrirmæli eða heimild með ákveðnu skilyrði. Ákvörðunum er unnt að fylgja eftir með dagsektum, sbr. 23. gr. laganna. Þá getur Neytendastofa höfðað mál eða krafist lögbanns á grundvelli laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda, nr. 141/2001. Neytendastofa hefur því yfir að ráða bannheimildum skv. e- og f-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Neytendastofa hefur leiðbeiningaskyldu við almenning skv. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráðri meginreglu um góða stjórnsýsluhætti. Þá skal Neytendastofa skv. 2. mgr. 2. gr. laga um Neytendastofu, nr. 62/2005, stuðla að fræðslu til almennings um neytendamál og önnur verkefni sem stofnuninni verða falin með lögum eða reglugerðum. Neytendastofa hefur því yfir að ráða heimild til þess, eftir atvikum að upplýsa neytendur um hvernig þeir geta farið fram á bætur samkvæmt landslögum, skv. d-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Neytendastofa hefur einnig yfir að ráða sektar- og dagsektarheimildum skv. 22. og 23. gr. laganna. Ef sakir eru miklar geta brot gegn lögunum, reglum og fyrirmælum settum samkvæmt þeim varðað fésektum, sbr. 1. mgr. 26. gr. laganna. Neytendastofa hefur því yfir að ráða viðurlagaheimildum skv. h-lið 4. mgr. 9. gr. laganna.
    Í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 er gert ráð fyrir upplýsingaskiptum milli stjórnvalda yfir landamæri. Skv. 21. gr. a laganna hefur Neytendastofa heimild til að afhenda stjórnvöldum annarra ríkja upplýsingar og gögn sem nauðsynleg þykja við framkvæmd laga í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt milliríkjasamningum. Ákvæðið kom inn með lögum um breytingar á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, nr. 57/2007. Ákvæðið var sett vegna innleiðingar á eldri reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2006/2004 um samvinnu milli innlendra yfirvalda sem bera ábyrgð á framkvæmd laga um neytendavernd. Ekki eru veigamiklar breytingar gerðar á kröfum til upplýsingaskipta í hinni nýju reglugerð. Eru því uppfylltar kröfur reglugerðarinnar um upplýsingaskipti stjórnvalda yfir landamæri.

Prufukaup.
    Í d-lið 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til prufukaupa á vörum eða þjónustu, undir fölsku nafni ef nauðsyn krefur, til að koma upp um brot sem heyra undir reglugerðina og til að afla sönnunargagna, þ.m.t. heimild til þess að skoða, athuga, rannsaka, hluta sundur eða prófa vörur eða þjónustu. Í 13. lið aðfararorða reglugerðarinnar er nefnt sem dæmi um brot þegar synjað er um rétt neytanda til að falla frá samningi þegar um er að ræða fjarsölusamninga. Þar kemur einnig fram að heimild til prufukaupa á vörum og þjónustu gæti falið í sér heimild af hálfu lögbærra yfirvalda til að tryggja að hvers konar greiðsla fáist endurgreidd svo fremi sem slík endurgreiðsla væri ekki óhófleg og samræmdist að öðru leyti lögum Sambandsins og landslögum.
    Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki að finna heimild fyrir Neytendastofu til að kaupa vöru eða þjónustu undir fölsku nafni ef þörf krefur. Neytendastofa getur hins vegar hafið mál vegna gagna eða upplýsinga sem berast stofnuninni með ábendingu, kvörtun eða sem aflað er að eigin frumkvæði. Neytendastofa þarf ekki lagaheimild til þess að fela starfsmönnum sínum að kaupa vörur eða þjónustu í eigin nafni. Stofnunin getur því aflað gagna um brot án þess að fram komi að kaupin séu gerð í þágu stofnunarinnar. Ákvæði 14. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, koma ekki í veg fyrir að mál hefjist með aðgerðum af því tagi án vitundar aðila máls ef honum er tilkynnt um málsmeðferðina svo fljótt sem því verður við komið og gefið færi á að tjá sig um gögnin.
    Ákvæði d-liðar 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar gera þá kröfu að unnt sé að gera prufukaup undir fölsku nafni. Með hliðsjón af því þykir rétt að kveða skýrt á um heimild til prufukaupa undir fölsku nafni. Í 5. gr. frumvarpsins er því lagt til að Neytendastofu verði heimilt að kaupa vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn lögunum og til að afla gagna og upplýsinga sem nauðsynlegar þykja við athugun einstakra mála.
    Heimildin getur verið mikilvæg til þess að koma upp um brot gegn ákvæðum laga á sviði neytendaverndar. Sem dæmi má nefna hvort vara eða þjónusta standist upplýsingar sem fram koma við markaðssetningu, hvort um sé að ræða ósanngjarna samningsskilmála eða brot á rétti neytenda til að falla frá samningi. Tilgangurinn með beitingu heimildarinnar er að Neytendastofa geti á sannfærandi hátt komið fram gagnvart seljanda sem almennur neytandi án þess að seljandi átti sig á því. Í 5. gr. frumvarpsins er því lagt til að Neytendastofu verði heimilt að kaupa vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn lögunum og til að afla gagna og upplýsinga sem nauðsynlegar þykja við athugun einstakra mála. Sanngirnis- og kostnaðarsjónarmið styðja að Neytendastofa skili að jafnaði vörum sem keyptar eru á grundvelli heimildarinnar. Vörur og þjónusta geta verið misjafnlega dýrar og er því lagt til að Neytendastofa geti krafið seljanda um endurgreiðslu vegna kaupanna nema það hafi í för með sér verulegt óhagræði fyrir seljanda. Að öðru leyti vísast til athugasemda í greinargerð við 5. gr. frumvarpsins.

Bráðabirgðaákvarðanir.
    Í a-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til að samþykkja bráðabirgðaráðstafanir til að forðast að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða. Skv. 14. lið aðfararorða reglugerðarinnar ættu lögbær yfirvöld að geta stöðvað brot, hratt og örugglega, einkum í hinu stafræna umhverfi.
    Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki að finna ákvæði um bráðabirgðaákvarðanir. Mikilvægt getur verið að taka stjórnvaldsákvörðun til bráðabirgða um bann við tilteknum viðskiptaháttum. Til að mynda getur slíkt komið til greina þegar aðgerðir þola ekki bið eftir gögnum frá aðila máls. Í 6. gr. frumvarpsins er því lagt til að Neytendastofu verði heimilt að taka ákvarðanir til bráðabirgða um einstök mál skv. 2. mgr. 21. gr. b ef hætta er á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða. Jafnframt er kveðið á um að bráðabirgðaákvörðun skuli gilda í tiltekinn tíma og má endurnýja hana ef það er talið nauðsynlegt. Þröng skilyrði eru fyrir beitingu ákvæðisins. Þannig verður að liggja fyrir að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða ef ekki er aðhafst strax. Að öðru leyti vísast til athugasemda í greinargerð við 6. gr. frumvarpsins.

Sáttaúrræði.
    Í b-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar segir að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til þess að leitast eftir að fá eða til að fá frá seljanda, sem er ábyrgur fyrir broti sem heyrir undir þessa reglugerð, skuldbindingar um að hann láti af brotinu. Í c-lið 4. mgr. 9. gr. segir jafnframt að lögbær yfirvöld skuli hafa heimild til að fá frá seljanda, að frumkvæði hans, viðbótarskuldbindingar um úrbætur fyrir neytendur sem meint brot, sem heyrir undir reglugerðina, hefur haft áhrif á eða, eftir því sem við á, til að leitast eftir að fá frá seljanda skuldbindingar um að bjóða neytendum, sem orðið hafa fyrir áhrifum af brotinu, úrlausn við hæfi. Í 17. lið aðfararorða reglugerðarinnar segir að á meðal slíkra úrbóta geti t.d. verið viðgerð, skipti, verðlækkun, uppsögn samnings eða endurgreiðsla þess verðs sem greitt var fyrir vöruna eða þjónustuna, eftir því sem við á, til að draga úr neikvæðum afleiðingum brots, sem heyrir undir reglugerðina, fyrir viðkomandi neytanda í samræmi við kröfur laga Sambandsins. Þetta ætti ekki að hafa áhrif á rétt neytandans til að leita úrlausnar sinna mála eftir viðeigandi leiðum. Lögbær yfirvöld ættu, eftir atvikum, að upplýsa neytendur, sem halda því fram að þeir hafi orðið fyrir tjóni vegna brots sem heyrir undir reglugerðina, um það hvernig þeir geti farið fram á bætur samkvæmt landslögum.
    Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki að finna ákvæði um sáttaúrræði. Í 6. gr. frumvarpsins er lagt til að lögfesta sáttaúrræði til að innleiða b- og c-liði 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar. Lögfesting sáttaúrræðis í 6. gr. frumvarpsins er að norrænni fyrirmynd og er einn hluti af lögfestingu meginreglu um sáttaumleitan sem lögð er til í frumvarpinu. Samhliða 6. gr. er lagt til að gera nauðsynlegar breytingar á öðrum ákvæðum laganna til að festa meginregluna í sessi. Um nánari skýringar vísast til umfjöllunar í kafla 3.3.

Lögbann vegna brota í stafrænu umhverfi.
    Í g-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um að ef engin önnur skilvirk leið er fyrir hendi til að stöðva eða banna brot sem heyrir undir reglugerðina og til að forðast það að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða skuli lögbært yfirvald hafa heimild til að fjarlægja efni af eða takmarka aðgang að netskilfleti eða fyrirskipa að birt sé skýr viðvörun til neytenda þegar þeir fara inn á netskilflöt, heimild til að fyrirskipa hýsingaraðila að fjarlægja, gera óvirkan eða takmarka aðgang að netskilfleti, eða eftir því sem við á, heimild til að fyrirskipa skráningaraðilum eða skráningarmiðlunum léna að eyða fullgildu lénsheiti og heimila hlutaðeigandi lögbæru yfirvaldi að skrá það, þ.m.t. að fara fram á að þriðji aðili eða annað opinbert yfirvald framkvæmi slíkar ráðstafanir.
    Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki að finna ákvæði sem gerir Neytendastofu kleift að grípa til beinna aðgerða gagnvart viðskiptaháttum í stafrænu umhverfi. Í 8. gr. frumvarpsins er því lagt til að Neytendastofa geti leitað lögbanns með nánar tilgreindum skilyrðum til að stöðva eða banna brot í stafrænu umhverfi. Rétt þykir að taka af vafa um að unnt sé að leggja fyrir þriðja aðila, þ.e. þjónustuveitendur, fjarskiptafyrirtæki, skráningaraðila og skráningarmiðlanir léna að leysa af hendi tilteknar athafnir vegna slíks lögbanns.
    Úrræðið er sérstaklega raunhæft þegar seljandi fer huldu höfði eða virðir að vettugi ákvarðanir Neytendastofu, úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála eða dóma. Í slíkum tilfellum getur skipt sköpum að stöðva háttsemi þriðja aðila sem gerir seljanda kleift að viðhafa hina brotlegu háttsemi. Þess vegna er lagt til að lögbannsbeiðni geti beinst að þjónustuveitendum, fjarskiptafyrirtækjum, skráningaraðilum og skráningarmiðlunum léna. Ýmsar hagnýtar leiðir eru til þess að fjarlægja eða takmarka aðgang að efni á internetinu. Hér má nefna sem dæmi síur á borð við lénsheitakerfissíu (e. DNS blocking) eða IP-tölu síu (e. IP address blocking). Aðrar leiðir geta til að mynda falist í skráningu og eyðing léna. Það ræðst af mati hverju sinni hvaða leið eða leiðir hæfa best því markmiði sem stefnt er að með lögbanninu.
    Lagt er til að ströng skilyrði séu fyrir því að leggja megi á lögbann með þessum hætti. Þannig þarf að liggja fyrir að engin önnur skilvirk leið sé fyrir hendi til að stöðva eða banna brot gegn lögunum og hætta þarf að vera á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða. Í 19. lið aðfararorða reglugerðarinnar segir að aðildarríkjunum ætti að vera frjálst að setja skilyrði fyrir og takmarkanir á beitingu valdheimilda í landslögum, í samræmi við lög Sambandsins. Í frumvarpinu er því lagt til að önnur skilyrði lögbanns þurfi eftir atvikum einnig að vera uppfyllt. Auk þess er gert ráð fyrir að fram fari heildstætt mat á hagsmunum gerðarþola og heildarhagsmunum neytenda af lögbanninu þar sem líta skal til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt almennings. Hagsmunir gerðarbeiðanda þurfa að vega þyngra en gerðarþola til þess að lögbann verði lagt á.
    Að öðru leyti vísast til athugasemda í greinargerð við 8. gr. frumvarpsins. Um tengsl ákvæðisins við tjáningarfrelsi skv. 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, vísast til 4. kafla almennra athugasemda í greinargerð frumvarpsins.

Vettvangskönnun.
    Í 1. mgr. 20. gr. a segir að Neytendastofa geti við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfsstöðvum þeirra sem lögin taka til og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögunum eða ákvörðunum Neytendastofu. Í c-lið 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar segir að heimild til vettvangsskoðunar eigi að ná til þess að fara inn á öll athafnasvæði, lóðir eða inn í flutningatæki sem seljandinn, sem sætir skoðun, notar í tengslum við atvinnugrein sína, fyrirtæki, iðn eða sérgrein. Ákvæði reglugerðarinnar er því ekki bundið við starfsstöð þess sem vettvangskönnun beinist að. Í 4. gr. frumvarpsins er lagt til að 1. mgr. 20. gr. a verði breytt svo heimild til vettvangskönnunar uppfylli kröfur reglugerðarinnar.

Lög um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 76/2011.
    Ákvæði 20. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2006/123/EB um þjónustu á innri markaðnum fellur undir 12. viðauka reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Af þessu leiðir að tilnefna þarf lögbært yfirvald sem hefur fullnægjandi lágmarksheimildir til rannsókna og framfylgdar ákvæðinu.
    Ákvæði 20. gr. voru innleidd í íslenskan rétt með 15. gr. laga um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 76/2011. Í þeirri grein segir að óheimilt sé að mismuna viðtakendum þjónustu á grundvelli þjóðernis eða búsetu og þjónustuveitanda sé óheimilt að setja í þjónustuskilmála sína skilyrði er mismuna viðtakendum þjónustu á þeim grundvelli. Í undantekningartilvikum sé heimilt að setja mismunandi skilyrði fyrir aðgengi að þjónustu ef mismunurinn er rökstuddur með hlutlægum viðmiðum.
    Í 3. mgr. 16. gr. laga um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 76/2011, er Neytendastofu falið afmarkað hlutverk sem felst í að annast aðstoð við viðtakendur þjónustu. Í frumvarpinu er lagt til að Neytendastofu verði falið að hafa eftirlit með 15. gr. laganna. Reynsla og þekking á lögunum er til staðar hjá stofnuninni og fellur verkefnið vel að starfsemi stofnunarinnar.

Lög um neytendalán, nr. 33/2013.
    Í 29. gr. laganna er kveðið á um að Neytendastofa annist eftirlit með ákvæðum laganna. Um málsmeðferð og úrræði Neytendastofu fer eftir ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Þar sem í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar sem fela í sér að þær rannsóknar- og framfylgdarheimildir sem lögbær stjórnvöld verða að hafa á grundvelli 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 verði festar í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki þörf á að gera breytingar á lögum um neytendalán, nr. 33/2013.

Lög um skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl., nr. 120/2013.
    Í 16. gr. laganna er kveðið á um að Neytendastofa annist eftirlit með ákvæðum laganna og reglna settra á grundvelli þeirra. Um málsmeðferð og úrræði Neytendastofu fer eftir ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Þar sem í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar sem fela í sér að þær rannsóknar- og framfylgdarheimildir sem lögbær stjórnvöld verða að hafa á grundvelli 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 verði festar í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki þörf á að gera breytingar á lögum um skiptileigusamninga fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl., nr. 120/2013.

Lög um neytendasamninga, nr. 16/2016.
    Í 27. gr. laganna er kveðið á um að Neytendastofa annist eftirlit með ákvæðum laganna. Um málsmeðferð og úrræði Neytendastofu fer eftir ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Þar sem í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar sem fela í sér að rannsóknar- og framfylgdarheimildir sem lögbær stjórnvöld verða að hafa á grundvelli 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 verði festar í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki þörf á að gera breytingar á lögum um neytendasamninga, nr. 16/2016.

Lög um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016.
    Í XV. kafla laganna er kveðið á um almennt eftirlit Neytendastofu með ákvæðum laganna að öðru leyti en greinir í 1. mgr. 56. gr. laganna.
    Um málsmeðferð og úrræði Neytendastofu fer eftir ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Þar sem í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar sem fela í sér að rannsóknar- og framfylgdarheimildir sem lögbær stjórnvöld verða að hafa á grundvelli 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 verði festar í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki þörf á að gera breytingar á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016.

Lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018.
    Í 31.–32. gr. laganna er kveðið á um eftirlit Neytendastofu með ákvæðum I.–VI. og VIII. kafla laganna. Í 33. gr. er kveðið á um að Ferðamálastofa annist eftirlit með ákvæðum VII. kafla laganna.
    Ákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, gilda um málsmeðferð Neytendastofu. Þar sem í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar sem fela í sér að rannsóknar- og framfylgdarheimildir sem lögbær stjórnvöld verða að hafa á grundvelli 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 verði festar í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki þörf á að gera breytingar á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, að því er varðar eftirlit Neytendastofu með ákvæðum I.–VI. kafla og VIII. kafla laganna.

53. gr. a höfundalaga, nr. 73/1972.
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1128 frá 14. júní 2017 um flytjanleika efnisveituþjónustu á netinu yfir landamæri á innri markaðnum var innleidd í íslenskan rétt með nýrri 53. gr. a höfundalaga, nr. 73/1972, sbr. lög um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972, með síðari breytingum (flytjanleiki efnisveituþjónustu), nr. 53/2019.
    Reglugerðin hefur ekki að geyma ákvæði um eftirlit eða viðurlög við brotum og við innleiðingu hennar var ekki kveðið sérstaklega á um eftirlitsaðila. Reglugerðin fellur undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 og því þarf að tilnefna lögbært yfirvald sem hefur eftirlit með ákvæðum hennar á grundvelli nauðsynlegra lágmarksheimilda.
    Í greinargerð með frumvarpi til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972, með síðari breytingum (flytjanleiki efnisveituþjónustu) á 149. löggjafarþingi 2018–2019, þskj. 1258 – 797. mál kom fram að mennta- og menningarmálaráðuneytið teldi rétt að bíða með tilnefningu eftirlitsaðila reglugerðar um flytjanleika efnisveituþjónustu á netinu þar til reglugerð um samvinnu um neytendavernd yrði innleidd. Með nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar um sama frumvarp, dags. 21. maí 2019 á 149. löggjafarþingi 2018–2019, þskj. 1582 – 797. mál, var því beint til mennta- og menningarmálaráðuneytisins að kanna nánar í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hvernig haga eigi eftirliti með efnisveitum samkvæmt höfundalögum, nr. 73/1972, og hvort tilefni sé til að kveða á um eftirlit Neytendastofu í þessum efnum og þá hvort afmarka eigi eftirlit stofunnar eingöngu við samningsskilmála áskriftar að efnisveitum eða hvort fela þurfi Neytendastofu eftirlit með ósanngjörnum skilmálum í neytendasamningum.
    Á grundvelli nefndarálitsins tóku ráðuneytin til skoðunar hvort þörf væri á lagabreytingum vegna eftirlits með efnisveitum samkvæmt höfundalögum, nr. 73/1972. Að loknu mati á færum leiðum var ekki talið nauðsynlegt að lögfesta sérstakt ákvæði um eftirlit með 53. gr. a höfundalaga, nr. 73/1972, eða sérstakt ákvæði um eftirlit með ósanngjörnum samningsskilmálum. Ákvæði 5. gr., sbr. ákvæði III. og IV. kafla laga um eftirlit með viðskiptaháttum, nr. 57/2005, og ákvæði IX. kafla laganna eru talin nægja óbreytt til að tryggja fullnægjandi eftirlit Neytendastofu með ákvæðinu og ósanngjörnum samningsskilmálum.
    Brot gegn ákvæðum laga á sviði einkaréttar geta haft afleiðingar að allsherjarrétti. Neytendastofa getur lýst yfir broti á 5. gr., sbr. III. og IV. kafla laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, og gripið til allsherjarréttarlegra úrræða á grundvelli þeirra. Neytendastofa getur til að mynda bannað notkun ósanngjarnra samningsskilmála sem brjóta gegn 5. gr., sbr. 13. gr. laganna og eftir atvikum ákvæðum 36. gr. a–d laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936. Með sama hætti getur Neytendastofa beitt allsherjarréttarlegum úrræðum laganna vegna brota á lögum á sviði einkaréttar á borð við lög um neytendakaup, nr. 48/2003, eða 53. gr. a höfundalaga, nr. 73/1972. Brot gegn 53. gr. a höfundalaga, nr. 73/1972, munu einna helst felast í því að þjónusta er ekki veitt í samræmi við lögin eða í formi ósanngjarna samningsskilmála eða villandi upplýsingagjafar til neytenda. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra muni tilkynna Neytendastofu sem lögbært yfirvald ábyrgt fyrir framfylgd 53. gr. a höfundalaga, nr. 72/1973.
    Þrátt fyrir framangreint mat er hins vegar talið nauðsynlegt að gera breytingar á kaflafyrirsögnum III. og IV. kafla laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, svo þær verði skýrari og endurspegli betur efnisinnihald þeirra ákvæða sem kaflarnir hafa að geyma.
    Í 1. mgr. 13. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er að finna almennt bann við því að hafast nokkuð það að sem brýtur í bága við góða viðskiptahætti í atvinnustarfsemi eins og þeir eru tíðkaðir eða eitthvað það sem óhæfilegt er gagnvart hagsmunum neytenda. Orðalag ákvæðisins er efnislega óbreytt frá því það var fyrst lögfest með 26. gr. laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, nr. 57/1978. Ákvæðið er meginregla og var því ætlað að ná til ýmissa tilvika sem aðrar greinar laganna sem fjalla um sérstök tilfelli eða aðrar sérstakar viðskiptaaðgerðir taka ekki til. Nauðsynlegt þótti að hafa almennt varúðarákvæði til þess að hægt væri að fylgja eftir breytingum í viðskiptaháttum og beina þeim á grundvelli löggjafar í þann farveg sem telja verður heppilegastan á hverjum tíma. Ekki þótti nægilegt í þessu tilliti að hafa einungis meginreglu en ekki sérákvæði þar sem réttarframkvæmd mundi ákveða hvað teldist brjóta í bága við góða viðskiptahætti og væri óhæfilegt gagnvart neytendum. Sérákvæðin voru talin gegna mikilvægu hlutverki sem viðmiðun og til leiðbeiningar við mat á því hvaða kröfur eigi lögum samkvæmt að gera til viðskiptahátta. Ákvæði af þessu tagi eru í löggjöf hvarvetna á Norðurlöndum og var orðalag ákvæðisins sniðið eftir dönsku og norsku lögunum.
    Með lögum nr. 50/2008 um breytingu á lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, nr. 57/2005, með síðari breytingum var ákvæðið fært í 1. mgr. 13. gr. laganna. Vegna innleiðingar tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/29/EB um óréttmæta viðskiptahætti var jafnframt bætt við nýrri 2. mgr. 13. gr. þar sem segir að 1. mgr. gildi um aðra viðskiptahætti en þá sem III. kafli laganna tekur til. Í athugasemdum við frumvarp til laganna á 135. löggjafarþingi 2007–2008, þskj. 603 – 632. mál, kom fram að með ákvæði 2. mgr. 13. væri stefnt að því að breyta gildissviði ákvæðisins þannig að það tæki einungis til annarra hagsmuna neytenda en fjárhagslegra hagsmuna. Þó var tekið fram að orðalag 1. mgr. 13. gr. væri almenns eðlis og tilgangurinn með því væri sá að um þessa hagsmuni gildi áfram þau sjónarmið sem lögð voru til grundvallar við túlkun 5. gr. eldri laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, nr. 57/2005.
    Ákvæði III. kafla laganna sem innleiða ákvæði tilskipunarinnar gilda um viðskiptahætti sem raska eða eru líklegir til að raska fjárhagslegri hegðun neytenda, sbr. nánari skilyrði ákvæðanna. Ákvæði tilskipunarinnar gilda hins vegar ekki um samningalög, reglur um gildi, gerð og áhrif samnings, sbr. 2. mgr. 3. gr. og 9. lið aðfararorða hennar. Af því leiðir að tilskipunin kemur ekki í veg fyrir að eftirlit sé haft með ósanngjörnum samningsskilmálum að allsherjarrétti á grundvelli 13. gr. laganna. Í gildistíð eldri laga var ákvæðið enda notað til eftirlits af því tagi.
    Fyrirsögn III. kafla vísar til þess að ákvæði kaflans fjalli um vernd fjárhagslegra hagsmuna neytenda. Fyrirsögn IV. kafla vísar til þess að ákvæði 13. gr. fjalli um vernd annarra hagsmuna neytenda en fjárhagslegra. Líkt og orðalag 1. mgr. 13. gr. ber með sér gildir ákvæðið annars vegar um viðskiptahætti fyrirtækja með almennum hætti og hins vegar um vernd hagsmuna neytenda með almennum hætti. Orðalag 1. mgr. 13. gr. er því ekki bundið við hagsmuni neytenda eina saman líkt og fyrirsögn IV. kafla gæti gefið til kynna. Neytendur geta enn fremur átt aðra fjárhagslega hagsmuni en þá sem verndaðir eru með ákvæðum III. kafla laganna. Gott dæmi um það eru hagsmunir neytenda af því að samningar innihaldi ekki ósanngjarna skilmála.
    Með hliðsjón af framangreindu þykir tímabært að breyta kaflafyrirsögnum III. og IV. kafla laganna. Markmiðið breytinganna er að fyrirbyggja vafa um að eftirlit með ósanngjörnum samningsskilmálum verði byggt á ákvæðum IV. kafla laganna. Í 2. og 3. gr. laganna eru því gerðar viðeigandi tillögur að breytingum á kaflafyrirsögnum III. og IV. kafla laganna.

Lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála, nr. 81/2019.
    Í 2. mgr. 5. gr. laganna segir að Neytendastofa hafi eftirlit með því að seljendur fullnægi upplýsingaskyldu samkvæmt nánar tilgreindum ákvæðum laganna. Um málsmeðferð, úrræði, viðurlög og kærurétt til áfrýjunarnefndar neytendamála fer eftir ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Þar sem í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar sem fela í sér að rannsóknar- og framfylgdarheimildir sem lögbær stjórnvöld verða að hafa á grundvelli 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 verði festar í lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki þörf á að gera breytingar á lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála, nr. 81/2019.

3.3. Lögfesting meginreglu um sáttaumleitan í eftirliti Neytendastofu. Í 6. gr. og 7. gr. frumvarpsins er lagt til að lögfest verði meginregla um sáttaumleitan í eftirliti Neytendastofu með lögunum. Meginreglunni er ætlað að tryggja sveigjanleika og minnka tilkostnað vegna eftirlits með lögunum.
    Meginreglan um sáttaumleitan er tvíþætt. Annars vegar felur hún í sér að Neytendastofa reyni að jafnaði að hafa áhrif á fyrirtæki með sáttaumleitan og skyldum aðgerðum eða leysa mál með samkomulagi um úrbætur eða aðrar skuldbindingar án þess að gripið sé til annarra aðgerða samkvæmt lögunum. Með því móti er unnt að stöðva eða fyrirbyggja óréttmæta viðskiptahætti með sem minnstum tilkostnaði fyrir Neytendastofu og fyrirtæki. Hins vegar felur meginreglan í sér að Neytendastofa leggi áherslu á að upplýsa fyrirtæki um lögin og framkvæmd þeirra, góða viðskiptahætti og að eiga viðræður við viðeigandi samtök, fyrirtæki og neytendur til að fyrirbyggja brot gegn lögunum.
    Meginreglan um sáttaumleitan (d. forhandlingsprincip) er að norrænni fyrirmynd. Eftirlitsstofnunum á sviði neytendamála í Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð ber að jafnaði að leita sátta og gefa út leiðbeiningar um góða viðskiptahætti. Meginreglan felur ekki í sér innleiðingu á Evrópugerð. Það leiðir hins vegar af 11. gr. tilskipunar 2005/29/EB um óréttmæta viðskiptahætti að aðildarríkin skuli sjá til þess að fyrir hendi séu fullnægjandi og árangursrík úrræði til að berjast gegn óréttmætum viðskiptaháttum með það fyrir augum að tryggja samræmi við ákvæði tilskipunarinnar í þágu neytenda.
    Auk þeirra breytinga sem lagðar eru til í 6. og 7. gr. frumvarpsins er nauðsynlegt að gera viðeigandi breytingar á lögunum svo unnt sé að beita meginreglunni í framkvæmd. Í fyrsta lagi er lagt til að Neytendastofa ákveði hvort erindi sem berst gefi nægar ástæður til rannsóknar. Í öðru lagi er lagt til að Neytendastofa geti gefið út leiðbeinandi reglur. Í þriðja lagi er lagt til að kveðið verði skýrt á um að þeir sem eigi lögvarða hagsmuni geti höfðað mál á hendur aðilum sem brjóta gegn lögunum.

Leiðbeinandi reglur.
    Í 7. gr. frumvarpsins er lagt til að 1. mgr. 21. gr. b laganna sem fjallar um reglusetningarheimild Neytendastofu verði gerð að nýrri 1. mgr. 21. gr. c sem fjalli um útgáfu leiðbeinandi reglna.
    Útgáfa leiðbeinandi reglna eru mikilvægur hluti meginreglunnar um sáttaumleitan og tryggir viðvarandi og skilvirkt eftirlit með lögunum. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/29/EB um óréttmæta viðskiptahætti gerir jafnframt ráð fyrir eftirlitsfyrirkomulagi af því tagi, sbr. 20. lið aðfararorða tilskipunarinnar. Með leiðbeiningu til fyrirtækja er unnt að fyrirbyggja óréttmæta viðskiptahætti og fækka málum. Með aðkomu fyrirtækja og samtaka þeirra að útgáfu leiðbeinandi reglna eru jafnframt auknar líkur á bættri eftirfylgni við lögin. Náist ekki samkomulag við fyrirtæki og samtök þeirra getur Neytendastofa gefið út leiðbeiningar um góða viðskiptahætti á einstökum sviðum viðskipta. Útgáfa leiðbeininga af því tagi krefst ekki lagaheimildar en telst til vandaðra stjórnsýsluhátta.
    Lagðar eru til nokkrar breytingar á orðalagi greinarinnar. Lagt er til að kveðið sé á um almenna skyldu til að gefa út leiðbeinandi reglur og skyldu til að ráðgast við fyrirtæki og samtök. Markmiðið með breytingunum er að Neytendastofa leggi aukna áherslu á útgáfu leiðbeinandi reglna. Þá er lagt til að reglurnar hafi leiðbeinandi gildi. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/29/EB um óréttmæta viðskiptahætti mælir fyrir um allsherjarsamræmingu á ákvæðum hennar á Evrópska efnahagssvæðinu og mega lög aðildarríkjanna því hvorki ganga lengra né skemmra en ákvæði hennar mæla fyrir um. Til að tryggja rétta innleiðingu tilskipunarinnar og til að leitast við að framkvæmdin verði sambærileg við framkvæmd annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu er lagt til að leggja af heimild Neytendastofu til að setja bindandi reglur um háttsemi sem mælt er fyrir um í tilskipuninni. Af breytingunni leiðir að beita verður ákvæðum laganna í hverju máli fyrir sig eins og tilskipunin gerir ráð fyrir, sbr. 5.–9. gr. og 17. lið aðfararorða tilskipunarinnar. Í kjölfarið af breytingunni mun Neytendastofa hafa meira svigrúm til útfærslu leiðbeinandi reglna og leiðbeininga til fyrirtækja.
    Breytingar á ákvæðinu hafa ekki áhrif á heimild Neytendastofu til að setja reglur á grundvelli 17. og 18. gr. laganna enda segir í 10. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 98/6/EB um neytendavernd að því er varðar upplýsingar um verð á vöru sem boðin er neytendum að tilskipunin komi ekki í veg fyrir að aðildarríkin samþykki eða viðhaldi ákvæðum sem eru hagstæðari að því er varðar neytendaupplýsingar og verðsamanburð samkvæmt tilskipuninni.
    Að öðru leyti er vísað til athugasemda í greinargerð við 7. gr. frumvarpsins.

Forgangsröðun.
    Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki að finna sérstakt ákvæði sem heimilar Neytendastofu að vísa málum frá sem gefa ekki nægar ástæður til rannsóknar. Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála 13. mars 2015 (7/2015) var talið að af orðalagi 3. mgr. 4. gr. laganna, um að stofnuninni sé heimilt að raða málum í forgangsröð, leiði að Neytendastofu sé einkum veitt heimild til að afgreiða síður mikilvægari mál á eftir öðrum brýnni sem kunna að hafa borist síðar. Stofnunin geti því ekki vísað erindum frá með vísan til lagaákvæðisins án þess að leggja efnislegt mat á þau atriði sem í þeim koma fram.
    Í 1. gr. frumvarpsins er lagt til að gera nauðsynlegar breytingar á forgangsröðunarákvæði 3. mgr. 4. gr. laganna til þess að Neytendastofa geti ákveðið að taka mál ekki til meðferðar þegar erindi gefur ekki nægar ástæður til rannsóknar. Með breytingunum verður Neytendastofu gert kleift að forgangsraða og sinna fyrst og fremst þeim verkefnum sem þykja brýnust. Markmiðið er að tryggja að Neytendastofa geti notað fjármagn og mannafla á sem skilvirkastan hátt og fái aukið svigrúm til útgáfu leiðbeinandi reglna og almennra leiðbeininga til fyrirtækja til að fyrirbyggja brot gegn lögunum. Ákvæðið er samræmi við meginreglu stjórnsýsluréttar um að það sé eftirlitsstjórnvaldsins sjálfs að taka ákvörðun um upphaf stjórnsýslumáls. Í a-lið 1. gr. er lagt til að lögfest verði það meginsjónarmið við forgangsröðun verkefna að Neytendastofa sinni einna helst verkefnum sem varða heildarhagsmuni neytenda. Að öðru leyti er vísað til athugasemda í greinargerð við 1. gr. frumvarpsins.

Málshöfðunarheimild.
    Í 1. mgr. 11. gr., sbr. 21. lið aðfararorða tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/29/EB um óréttmæta viðskiptahætti segir að aðildarríki skulu sjá til þess að fyrir hendi séu fullnægjandi og árangursrík úrræði til að berjast gegn óréttmætum viðskiptaháttum með það fyrir augum að tryggja samræmi við ákvæði tilskipunarinnar í þágu neytenda. Slíkar aðferðir skulu taka til ákvæða í lögum er heimili aðilum og samtökum sem teljast hafa samkvæmt landslögum lögmæta hagsmuni í baráttunni gegn óréttmætum viðskiptaháttum, þ.m.t. samkeppnisaðilum að grípa til löglegra aðgerða gegn slíkum óréttmætum viðskiptaháttum og/eða að skjóta slíkum óréttmætum viðskiptaháttum til stjórnvalds sem er til þess bært, annaðhvort að úrskurða í kærumálum eða hefja viðeigandi málarekstur. Í 2. mgr. 11. gr. sömu greinar er svo kveðið á um að aðildarríki geti ýmist falið dómstólum eða stjórnvöldum að banna viðskiptahætti. Samkvæmt þessu verða aðilar sem hafa lögvarða hagsmuni að hafa úrræði til að leita réttar síns og fá óréttmæta viðskiptahætti stöðvaða.
    Þeir sem bera uppi kvörtun við Neytendastofu hafa haft greiðan aðgang að málsmeðferð hjá stofnuninni. Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, er ekki að finna sérstakt ákvæði um heimild til málshöfðunar vegna brota á lögunum. Fyrirtæki hafa hins vegar getað höfðað mál til að fá bann lagt við athöfn keppinautar sem brýtur gegn ákvæðum laganna án þess að stjórnsýsluleið skv. 25. gr. laganna sé tæmd, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar 28. febrúar 2013 í máli nr. 538/2012.
    Í frumvarpinu er lagt til að Neytendastofa geti ákveðið að taka mál ekki til meðferðar þegar erindi gefur ekki nægar ástæður til rannsóknar. Af því getur leitt að umkvörtunarefni fær ekki efnislega umfjöllun á stjórnsýslustigi. Æskilegt er að tryggja að þeir sem eiga lögvarða hagsmuni vegna brota gegn lögunum, þar með talið rétthafar hugverka- og einkaréttinda sem kveðið er á um í lögunum, hafi raunhæft úrræði til að gæta hagsmuna sinna. Þess vegna er lagt til í b-lið 7. gr. frumvarpsins að kveðið verði skýrt á um málshöfðunarheimild þeirra sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta. Málshöfðunarheimildin tekur til banns, skaðabóta og hæfilegs endurgjalds vegna hagnýtingar á réttindum annarra með hliðstæðum hætti og gert er í sérlögum á sviði markaðsréttar á borð við lög um einkaleyfi, nr. 17/1991, lög um vörumerki, nr. 45/1997, og lög um hönnun, nr. 46/2001. Er þetta gert til að tryggja að réttarvernd hagsmuna sem hafa náin tengsl við hugverka- og einkaréttindi og verndaðir eru í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, sé ekki síðri en þeirra sem kveðið er á um í sérlögum.
    Að öðru leyti er vísað til athugasemda í greinargerð við 8. gr. frumvarpsins.

3.4. Lög á sviði Ferðamálastofu.
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2302 frá 25. nóvember 2015 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun er innleidd með lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018. Í 33. gr. laganna er kveðið á um að Ferðamálastofa annist eftirlit með ákvæðum VII. kafla laganna. Ferðamálastofa starfar einnig samkvæmt heimildum í lögum um Ferðamálastofu, nr. 96/2018.
    Í 1. mgr. 13. gr. laga um Ferðamálastofu, nr. 96/2018, og 2. mgr. 33. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, er kveðið á um heimild Ferðamálastofu til gagnaöflunar frá leyfisskyldum aðilum. Ferðamálastofa getur einnig óskað eftir upplýsingum og gögnum frá öðrum stjórnvöldum skv. 2. mgr. 13. gr. Í 20. gr. laga um Ferðamálastofu, nr. 96/2018, og 3.–6. mgr. 33. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, er kveðið á um heimild Ferðamálastofu til að leggja dagsektir á aðila sem fara ekki að ákvæðum VII. kafla eða ákvörðunum Ferðamálastofu og þá sem stunda leyfisskylda starfsemi án tilskilins leyfis. Þá er kveðið á um heimild Ferðamálastofu til að fella úr gildi starfsleyfi í 14. gr. laga um Ferðamálastofu, nr. 96/2018. Í 1. mgr. 19. gr. laganna er auk þess kveðið á um sektir við því að reka leyfisskylda starfsemi án tilskilins leyfis. Þá hefur Ferðamálastofa leiðbeiningarskyldu samkvæmt stjórnsýslulögum. Samkvæmt þessu hefur Ferðamálastofa fullnægjandi heimildir skv. a- og b-lið 3. mgr. og b-, d-, e-, f- og h-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 er gert ráð fyrir upplýsingaskiptum milli stjórnvalda yfir landamæri. Í 8. mgr. 33. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, er kveðið á um heimild Ferðamálastofu til upplýsingagjafar og afhendingar gagna til stjórnvalda annarra ríkja vegna framkvæmdar VII. kafla frumvarpsins. Ekki eru veigamiklar breytingar gerðar á kröfum til upplýsingaskipta í hinni nýju reglugerð og eru því uppfylltar kröfur reglugerðarinnar um upplýsingaskipti stjórnvalda yfir landamæri.
    Í 2. mgr. 19. gr. laga um Ferðamálastofu, nr. 96/2018, segir að ef leyfisskyld starfsemi er rekin án leyfis beri lögreglustjóra, að beiðni Ferðamálastofu, að stöðva starfsemina án fyrirvara eða aðvörunar, þar á meðal með lokun starfsstöðvar og lokun vefs, enda hafi ekki verið gefið út leyfi vegna leyfisskyldrar starfsemi, leyfi hafi verið fellt niður, það afturkallað eða leyfishafi sviptur því, eða leyfisskyld starfsemi farið út fyrir mörk útgefins leyfis. Samkvæmt ákvæðinu er lögreglustjóra heimilt að loka vef aðila. Telja verður að ákvæðið uppfylli þar með helstu skilyrði g-liðar 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar er vafi um hvort í heimildinni geti falist heimild til að fyrirskipa að birt sé skýr viðvörun til neytenda þegar þeir fara inn á netskilflöt eða heimild fyrir Ferðamálastofu til að endurskrá lén á stofnunina. Í ákvæðinu eða undirbúningsgögnum þess er ekki greint nánar frá því hvernig lokun geti að eiga sér stað eða hvort unnt sé að leggja fyrir þriðju aðila að gera ráðstafanir tengdum lokuninni. Af þessum ástæðum og til þess að tryggja að skilyrði g-liðar 4. mgr. 9. gr. séu uppfyllt er lagt til að kveðið verði á um heimild Ferðamálastofu til að leggja á lögbann vegna stafræns efnis á sama hátt og önnur lögbær yfirvöld.
    Ferðamálastofa hefur ekki heimildir skv. c- eða d-lið 3. mgr. 9. gr. eða a-, b- eða c-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar. Í frumvarpinu er því lagt til að Ferðamálastofu verði heimilt að gera prufukaup, framkvæma vettvangskönnun, taka bráðabirgðaákvarðanir og gera sátt. Í frumvarpinu er lagt til grundvallar að lögbærum yfirvöldum verði aðeins heimilað að beita heimildum í þeim málum sem varða neytendaverndarákvæði þeirra reglugerða og tilskipana sem taldar eru í viðauka reglugerðarinnar. Í samræmi við það er lagt til að heimildirnar sé einungis unnt að nota vegna brota gegn VII. kafla laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018. Viðeigandi breytingar eru lagðar til á V. kafla laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, og vísast til athugasemda í greinargerð við VII. kafla frumvarpsins.

3.5. Lög á sviði Fjármálaeftirlitsins.
    Eftirlit með framkvæmd laga um fjarsölu á fjármálaþjónustu, nr. 33/2005, heyrir undir Fjármálaeftirlitið. Með lögunum var innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/65/EB varðandi fjarsölu á fjármálaþjónustu fyrir neytendur.
    Í 20. gr. laga um fjarsölu á fjármálaþjónustu, nr. 33/2005, segir að um eftirlit Fjármálaeftirlitsins með framkvæmd laganna gildi ákvæði laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. Skv. 1. og 3. mgr. 9. gr. laganna hefur Fjármálaeftirlitið heimildir til að afla upplýsinga og gagna frá einstaklingum og lögaðilum sem eru nauðsynlegar eftirlitinu. Skv. 1. og 4. mgr. 9. gr. hefur Fjármálaeftirlitið heimildir til að gera vettvangskannanir og leggja hald á gögn. Í 1. mgr. 10. gr. laganna er Fjármálaeftirlitinu veitt heimild til að krefjast þess að eftirlitsskyldur aðili sem ekki fylgir lögum og reglum sem gilda um starfsemi hans bæti úr innan hæfilegs frests. Fjármálaeftirlitið getur á grundvelli 11. gr. laganna lagt dagsektir á aðila veiti hann ekki umbeðnar upplýsingar eða sinni ekki kröfum um úrbætur innan hæfilegs frests. Þá getur stofnunin lagt févíti á aðila sem brjóta gegn ákvörðunum sem teknar hafa verið af stofnuninni. Þá hefur Fjármálaeftirlitið leiðbeiningarskyldu samkvæmt stjórnsýslulögum. Því hefur Fjármálaeftirlitið fullnægjandi heimildir samkvæmt a-, b- og c-liðum 3. mgr. 9. gr. og b-, d-, e-, f- og h-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394.
    Í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 er gert ráð fyrir upplýsingaskiptum milli stjórnvalda yfir landamæri. Í 1. mgr. 14. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, er kveðið á um heimild Fjármálaeftirlitsins til upplýsingagjafar og afhendingar gagna til eftirlitsstjórnvalda annarra aðildarríkja EES-samningsins, stofnana EFTA og evrópskum eftirlitsstofnunum á sviði fjármálastarfsemi. Ekki eru veigamiklar breytingar gerðar á kröfum til upplýsingaskipta í hinni nýju reglugerð og því eru uppfylltar kröfur reglugerðarinnar um upplýsingaskipti stjórnvalda yfir landamæri.
    Fjármálaeftirlitið hefur ekki úrræði skv. d-lið 4. mgr. 9. gr., a-, b-, c- eða g-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar vegna brota gegn lögum um fjarsölu á fjármálaþjónustu. Í frumvarpinu er því lagt til að Fjármálaeftirlitinu verði heimilt að gera prufukaup, taka bráðabirgðaákvarðanir, gera sátt og krefjast lögbanns. Í frumvarpinu er lagt til grundvallar að lögbærum yfirvöldum verði aðeins heimilað að beita heimildum í þeim málum sem varða neytendaverndarákvæði þeirra reglugerða og tilskipana sem taldar eru í viðauka reglugerðarinnar. Í samræmi við það er lagt til að heimildirnar sé einungis unnt að nota vegna brota gegn lögum um fjarsölu á fjármálaþjónustu. Viðeigandi breytingar eru lagðar til á V. kafla laga um fjarsölu á fjármálaþjónustu, nr. 33/2005, og vísast til athugasemda í greinargerð við IV. kafla frumvarpsins.

3.6. Lög á sviði fjölmiðlanefndar.
    Fjölmiðlanefnd annast eftirlit með lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011. Ákvæði 9., 10. og 11. gr. og 19.–26. gr. tilskipunar 2010/13/ESB um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu eru innleidd með ákvæðum VI. kafla laganna.
    Ákvæði 1. mgr. 12. gr. um heimild fjölmiðlanefndar til upplýsinga- og gagnaöflunar nær einungis til fjölmiðlaveitna. Nauðsynlegt þykir að lögfesta ákvæði vegna brota gegn VI. kafla sem hefur víðara gildissvið og nái til einstaklinga, lögaðila og stofnana. Í 2. mgr. 12. gr. vantar einnig ákvæði um haldlagningu gagna í vettvangskönnun. Þá er ekki að finna ákvæði í lögunum um prufukaup vegna brota gegn VI. kafla. Í samræmi við þetta eru gerðar viðeigandi tillögur til breytinga á 12. gr. til þess að kröfur a-, b-, c- og d-liðar 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar teljist uppfylltar.
    Samkvæmt 1. mgr. 52. gr. laganna getur fjölmiðlanefnd bannað með ákvörðun miðlun hljóð- og myndefnis sem telst andstætt ákvæðum laga. Skv. n-lið 1. mgr. 54. gr. laganna hefur fjölmiðlanefnd heimild til að leggja stjórnvaldssektir á fjölmiðlaveitur sé brotið gegn ákvæðum VI. kafla laganna um viðskiptaboð og fjarkaup. Þá hefur fjölmiðlanefnd leiðbeiningarskyldu samkvæmt stjórnsýslulögum. Fjölmiðlanefnd hefur því yfir að ráða heimildum skv. d-, e-, f- og h-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 er gert ráð fyrir upplýsingaskiptum milli stjórnvalda yfir landamæri. Í 13. gr. laga um fjölmiðla, nr. 38/2011, er kveðið á um heimild fjölmiðlanefndar til að afhenda gögn til systurstofnana og eftir atvikum annarra stjórnvalda á EES-svæðinu sem og framkvæmdastjórnar ESB eða, ef við á, Eftirlitsstofnunar EFTA. Ekki eru veigamiklar breytingar gerðar á kröfum til upplýsingaskipta í hinni nýju reglugerð og eru því uppfylltar kröfur reglugerðarinnar um upplýsingaskipti stjórnvalda yfir landamæri.
    Fjölmiðlanefnd hefur ekki úrræði skv. a-, b-, c- eða g-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar vegna brota gegn VI. kafla laganna. Í frumvarpinu er því lagt til að fjölmiðlanefnd verði heimilt að taka bráðabirgðaákvarðanir, gera sátt og krefjast lögbanns vegna brota gegn VI. kafla laganna. Í frumvarpinu er lagt til grundvallar að lögbærum yfirvöldum verði aðeins heimilað að beita heimildum í þeim málum sem varða neytendaverndarákvæði þeirra reglugerða og tilskipana sem taldar eru í viðauka reglugerðarinnar. Í samræmi við það er lagt til að heimildirnar sé einungis unnt að nota vegna brota gegn VI. kafla laganna. Viðeigandi breytingar eru lagðar til á IX. kafla laga fjölmiðla, nr. 38/2011, og vísast til athugasemda í greinargerð við V. kafla frumvarpsins.

3.7. Lög á sviði Lyfjastofnunar.
    Framkvæmd lyfjalaga, nr. 93/1994, heyrir undir Lyfjastofnun en lögin innleiða tilskipun 2001/83/EB um Bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum. Ákvæði 86.–100. gr. tilskipunarinnar um lyfjaauglýsingar falla undir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Ákvæði 86.–100. gr. tilskipunarinnar eru innleidd með ákvæðum 13.–18. gr. lyfjalaga sem er að finna í VI. kafla laganna.
    Í 18. gr. lyfjalaga er kveðið á um að Lyfjastofnun skuli hafa eftirlit með lyfjaauglýsingum. Í ákvæðinu kemur fram að stofnunin getur bannað og/eða látið afturkalla tilteknar auglýsingar sem gefa rangar eða ófullnægjandi upplýsingar um lyf. Þá getur stofnunin krafist þess að auglýsandi sendi út leiðréttingar eða viðbótarskýringar á sambærilegan hátt. Í 47. gr. laganna er kveðið á um þær aðgerðir sem Lyfjastofnun getur beitt til að knýja á um úrbætur og framkvæmd ráðstöfunar eða vegna brota á lögunum. Getur stofnunin veitt áminningu, frest til úrbóta, beitt dagsektum og stöðvað eða takmarkað starfsemi eða notkun, meðal annars lagt hald á vörur og fyrirskipað förgun þeirra. Lyfjastofnun hefur einnig heimildir til að krefjast upplýsinga við rannsókn mála og hefur heimild til að gera vettvangsskoðun vegna brota gegn 13.–17. gr., sbr. 2. mgr. 18. gr. laganna. Þá hefur Lyfjastofnun leiðbeiningarskyldu samkvæmt stjórnsýslulögum. Lyfjastofnun hefur því yfir að ráða heimildum skv. d-, e-, f- og h-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 er gert ráð fyrir upplýsingaskiptum milli stjórnvalda yfir landamæri. Í 3.–4. mgr. 18. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994, er kveðið á um heimild Lyfjastofnunar til að afhenda stjórnvöldum annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu upplýsingar og gögn sem nauðsynleg þykja við framkvæmd ákvæða 13.–17. gr. í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Ekki eru veigamiklar breytingar gerðar á kröfum til upplýsingaskipta í hinni nýju reglugerð og eru því uppfylltar kröfur reglugerðarinnar um upplýsingaskipti stjórnvalda yfir landamæri.
    Rétt þykir að skýra ákvæði 1. málsl. 2. mgr. 18. gr. lyfjalaga betur þannig að það nái einnig til stjórnvalda og nái ekki einungis til skriflegra upplýsinga heldur einnig hvers konar gagna. Þá er nauðsynlegt að kveða á um heimild til að leggja hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn ákvæðum 13.–17. gr. laganna. Með þeim breytingum á ákvæðinu er stefnt að því að skilyrði a-, b- og c-liðar 3. mgr. 9. gr. séu uppfyllt.
    Lyfjastofnun hefur ekki úrræði skv. d-lið 3. mgr. 9. gr., a-, b-, c- eða g-liðum 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar. Í frumvarpinu er því lagt til að Lyfjastofnun verði heimilt að gera prufukaup, taka bráðabirgðaákvarðanir, gera sátt og krefjast lögbanns vegna brota gegn 13.–17. gr. lyfjalaga. Viðeigandi breytingar eru lagðar til á VI. kafla laganna og vísast til athugasemda í greinargerð við II. kafla frumvarpsins.

3.8. Lög á sviði Póst- og fjarskiptastofnunar.
    Framkvæmd laga um fjarskipti, nr. 81/2003, heyrir undir Póst- og fjarskiptastofnun. Ákvæði 13. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2002/58/EB um friðhelgi einkalífsins og rafræn fjarskipti er innleidd með ákvæðum um óumbeðin fjarskipti í 46. gr. laganna.
    Í 1., 4. og 5. mgr. 5. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003, er kveðið á um heimildir stofnunarinnar til upplýsingaöflunar. Í 1. mgr. 9. gr. er kveðið á um sáttaheimild stofnunarinnar. Í 11. gr. er kveðið á um heimild stofnunarinnar til að taka bráðabirgðaákvarðanir. Þá hefur Póst- og fjarskiptastofnun leiðbeiningarskyldu samkvæmt stjórnsýslulögum. Í 4. mgr. 8. gr. er kveðið á um heimildir til upplýsingaskipta við eftirlitsstjórnvöld í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins þrátt fyrir ákvæði um þagnarskyldu. Ákvæðið er fullnægjandi fyrir þátttöku Póst- og fjarskiptastofnunar í samstarfi eftirlitsstofnana á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Póst- og fjarskiptastofnun hefur því yfir að ráða heimildum skv. a- og b-lið 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar auk a-, b-, c- og d-liðar 4. mgr. 9. gr.
    Í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 er gert ráð fyrir upplýsingaskiptum milli stjórnvalda yfir landamæri. Í 4. og 6. mgr. 8. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003, er kveðið á um heimildir Póst- og fjarskiptastofnunar til að veita upplýsingar til eftirlitsstjórnvalda í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sé það liður annaðhvort í samstarfi ríkjanna um eftirlit með starfsemi eftirlitsskyldra aðila eða við úrlausn einstakra mála. Ekki eru veigamiklar breytingar gerðar á kröfum til upplýsingaskipta í hinni nýju reglugerð og eru því uppfylltar kröfur reglugerðarinnar um upplýsingaskipti stjórnvalda yfir landamæri.
    Í 7. mgr. 5. gr. er kveðið á um heimild til vettvangskönnunar. Ákvæðið er fullnægjandi að flestu leyti en er bundið við starfsstað fjarskiptafyrirtækja. Í frumvarpinu er lagt til grundvallar að lögbær yfirvöld önnur en Neytendastofa noti heimildir sínar einungis í þeim málum sem varða neytendaverndarákvæði þeirra reglugerða og tilskipana sem taldar eru í viðaukanum. Ekki þykir því tilefni til að breyta 7. mgr. 5. gr. laganna svo það nái til annarra en fjarskiptafyrirtækja og fleiri staða en starfsstaðar. Þess í stað er lagt til að um vettvangskönnun vegna brota skv. 46. gr. laga um fjarskipti gildi ákvæði um vettvangskönnun í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005.
    Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki sérstaka heimild til að banna háttsemi sem brýtur gegn 46. gr. laga um fjarskipti. Dagsektarheimildir stofnunarinnar í 12. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun gilda einungis um fjarskiptafyrirtæki eða póstrekendur. Sektarheimildir stofnunarinnar í 74. gr. a laga um fjarskipti eru bundnar við tiltekna háttsemi og aðila og nær ekki til 46. gr. laganna. Þá hefur stofnunin ekki heimild til að gera prufukaup eða fjarlægja og takmarka aðgengi að stafrænu efni. Í frumvarpinu er því lagt til að auk ákvæða laga um fjarskipti og laga um Póst- og fjarskiptastofnun gildi viðeigandi ákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, um málsmeðferð vegna 46. gr. laga um fjarskipti. Með því móti verða uppfyllt skilyrði c- og d-liðar 3. mgr. 9. gr. og e-, f-, g- og h-liðar 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Vinna við endurskoðun á lögum um fjarskipti og lögum um Póst- og fjarskiptastofnun stendur yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Við þá vinnu verður tekið tillit til ákvæða 9. og 10. gr. reglugerðarinnar. Lögboðin stjórnvöld þurfa hins vegar að uppfylla kröfur reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 þegar hún kemur til framkvæmda þann 17. janúar 2020 og eru því lagðar til breytingar á lögum um fjarskipti. Viðeigandi breytingar eru lagðar til á XVI. kafla laganna og vísast til athugasemda í greinargerð við III. kafla frumvarpsins.

3.9. Lög á sviði Samgöngustofu.
Lög um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012.
    Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laganna er Samgöngustofu við athugun á rekstri og starfsemi eftirlitsskyldra aðila heimill aðgangur að starfsstöðvum þeirra og öðrum stöðum sem nauðsynlegt er til að sinna eftirliti að mati stofnunarinnar. Stofnunin getur einnig lagt hald á þau gögn og muni sem hún telur nauðsyn á í þágu eftirlits. Þá er kveðið á um skyldu aðila til að fara að fyrirmælum og veita upplýsingar og gögn í þágu eftirlitsins í 4.–5. mgr. 6. gr. laganna. Í 7. mgr. 6. gr. laganna segir að Samgöngustofa geti krafist upplýsinga og gagna frá öðru stjórnvaldi, óháð þagnarskyldu þess, ef slíkt er nauðsynlegt til að unnt sé að sinna lögbundnu eftirliti. Samkvæmt þessu hefur Samgöngustofa fullnægjandi heimildir skv. a-, b- og c-lið 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar. Samgöngustofa hefur ekki heimildir samkvæmt lögunum eða sérlögum sem stofnunin starfar eftir til að framkvæma prufukaup. Í frumvarpinu er því lagt til að Samgöngustofu verði veitt heimild í sérlögum til að framkvæma prufukaup, sbr. d-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 er gert ráð fyrir upplýsingaskiptum milli stjórnvalda yfir landamæri. Í 3. mgr. 19. gr. laga um stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, segir að veita megi eftirlitsstjórnvöldum annarra ríkja og eftirlitsaðilum á vegum viðurkenndra alþjóðasamtaka, sem Ísland er aðili að, upplýsingar sé það liður í samstarfi ríkja um eftirlit með starfsemi eftirlitsskyldra aðila og slík upplýsingagjöf er nauðsynleg til að unnt sé að framfylgja eftirlitinu. Ekki eru veigamiklar breytingar gerðar á kröfum til upplýsingaskipta í hinni nýju reglugerð og eru því uppfylltar kröfur reglugerðarinnar um upplýsingaskipti stjórnvalda yfir landamæri.
    Samgöngustofa hefur leiðbeiningarskyldu samkvæmt stjórnsýslulögum. Samkvæmt því hefur Samgöngustofa almenna heimild til að leiðbeina neytendum skv. d-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Samkvæmt 17. gr. er laganna er Samgöngustofu heimilt að fella úr gildi og afturkalla því til staðfestingar leyfi, heimildir, viðurkenningar eða skírteini, sem veitt hafa verið, ef hún telur að viðkomandi aðili fullnægi ekki lengur skilyrðum sem kveðið er á um í leyfi, heimild, viðurkenningu eða skírteini eða að hann hafi brotið í mikilvægum atriðum ákvæði laga og reglna sem um starfsemina eða réttindin gilda. Í 2. mgr. 17. gr. segir að um þvingunarúrræði Samgöngustofu fari að öðru leyti eftir ákvæðum sérlaga sem stofnunin starfar eftir, svo og annarra laga eftir því sem við á. Þetta gildir jafnt um eftirlit Samgöngustofu með siglingalögum, nr. 34/1985, lögum um loftferðir, nr. 60/1998, og lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017. Svipting leyfis, heimildar, viðurkenningar eða skírteinis felur í sér bann við háttsemi. Að því leyti gætu skilyrði e- og f-liðar 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar talist uppfyllt. Svipting slíkra réttinda er aftur á móti afar íþyngjandi úrræði og ekki víst að notkun úrræðisins hæfi því markmiði sem að er stefnt með neytendaverndarákvæðum Siglingalaga, nr. 34/1985. Til að tryggja að Samgöngustofa hafi skilvirk úrræði samkvæmt neytendaverndarákvæðum þeirra laga er lagt til að lögfesta heimildir til að banna háttsemi, gefa fyrirmæli og leggja á dagsektir.

Siglingalög, nr. 34/1985.
    Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010 um réttindi farþega sem ferðast á sjó eða skipgengum vatnaleiðum er innleidd með tilvísunaraðferð í 148. gr. a siglingalaga, nr. 34/1985. Skv. 148. gr. b laganna annast Samgöngustofa framkvæmd og eftirlit með ákvæðum reglugerðarinnar. Ákvæði 148. gr. b lýtur hins vegar að úrlausn einkaréttarlegs ágreinings milli þjónustuveitanda og neytanda. Skv. 148. gr. b verða mál ekki hafin að frumkvæði Samgöngustofu, sáttaheimild er bundin við einkaréttarlegan ágreining milli þjónustuveitanda og neytanda og álit í málum eru ekki bindandi.
    Samgöngustofa hefur almennar heimildir allsherjarréttarlegs eðlis samkvæmt lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, sem uppfylla skilyrði a-, b- og c-liðar 3. mgr. og d-liðar 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar. Í 242. gr. a siglingalaga, nr. 34/1985, segir jafnframt að brot gegn ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a laganna, varði sektum. Eru því einnig uppfyllt skilyrði h-liðar 4. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2394/2017.
    Í lögunum er ekki að finna aðrar heimildir allsherjarréttarlegs eðlis sem uppfylla skilyrði 9. gr. reglugerðarinnar. Samgöngustofa hefur því ekki yfir að ráða heimildum skv. d-lið 3. mgr. eða a-, b-, c-, e-, f- og g-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar vegna eftirlits með 148. gr. a laganna.
    Í VIII. kafla frumvarpsins er því lagt til að Samgöngustofu verði veittar heimildir til að gera prufukaup, taka ákvarðanir og bráðabirgðaákvarðanir um bann eða fyrirmæli sem hægt er að framfylgja með dagsektum, gera sátt og krefjast lögbanns vegna brota gegn 148. gr. a laganna. Þá er lagt til að kveðið verði á um að Samgöngustofa geti hafið mál að eigin frumkvæði vegna brota gegn 148. gr. a laganna. Í frumvarpinu er lagt til grundvallar að lögbærum stjórnvöldum verði aðeins heimilað að beita heimildum í þeim málum sem varða neytendaverndarákvæði þeirra reglugerða og tilskipana sem taldar eru í viðauka reglugerðarinnar. Í samræmi við það er lagt til að heimildirnar sé einungis unnt að nota vegna brota gegn 148. gr. a siglingalaga, nr. 34/1985. Viðeigandi breytingar eru lagðar til á lögunum og vísast til athugasemda í greinargerð við VIII. kafla frumvarpsins.

Lög um loftferðir, nr. 60/1998.
    Reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 261/2004, 1107/2006 og 1008/2008 eru innleiddar með reglugerðum 574/2005, 475/2008 og 48/2012 sem settar eru á grundvelli nánar tiltekinna heimilda í lögum um loftferðir, nr. 60/1998.
    Samkvæmt 1. mgr. 140. gr. laganna er Samgöngustofu heimilt að taka ákvarðanir er snúa að verksviði stofnunarinnar og teknar eru á grundvelli laganna og reglna settra samkvæmt þeim. Ákvarðanir stofnunarinnar hafa almennt gildi en geta einnig haft sérstakt gildi sé þeim beint að ákveðnum hópum eða einstökum aðilum. Ákvarðanir Samgöngustofu binda þá aðila sem þær beinast að og skulu birtar í flugmálahandbók eða á heimasíðu stofnunarinnar eftir því sem við á. Í 2. mgr. 136. gr. laganna segir að ef eftirlitsskyldur aðili sinnir ekki kröfum stofnunarinnar um úrbætur sem hún telur nauðsynlegar, innan hæfilegs frests, getur Samgöngustofa gert aðila skylt að greiða dagsektir sem greiðist þar til farið hefur verið að kröfum Samgöngustofu. Um dagsektir fer að öðru leyti skv. 3.–7. mgr. 136. gr. laganna. Í 141. gr. laganna segir að brot gegn lögunum, reglugerðum, reglum eða fyrirmælum settum eða gefnum samkvæmt þeim varði sektum eða fangelsi allt að fimm árum. Samkvæmt þessu hefur Samgöngustofa heimildir skv. e-, f- og h-liðum 4. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2394/2017. Af framangreindu er ljóst að Samgöngustofa hefur heimildir skv. a-, b- og c-lið 3. mgr. 9. gr. og d-, e-, f- og h-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Í 4. mgr. 106. gr., 3. mgr. 126. gr. og 7. mgr. 125. gr. er að finna heimildir fyrir ráðherra til að setja reglugerðir um nánar tilgreindar tegundir eftirlitsheimilda Samgöngustofu vegna eftirlits með reglugerðum settum á grundvelli laganna. Heimildir ráðherra til að setja reglugerðir um eftirlitsheimildir uppfylla nú þegar að mörgu leyti skilyrði 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2394/2017. Í frumvarpinu er lagt til að breyta reglugerðarheimildunum svo þær uppfylli kröfur 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2394/2017, þar á meðal um prufukaup, bráðabirgðaráðstafanir og sátt. Þá er lagt til að lögbannsheimild vegna stafræns efnis verði lögfest í nýrri 140. gr. a laganna. Viðeigandi breytingar eru lagðar til á 4. mgr. 106. gr., 3. mgr. 126. gr. og 125. gr. og vísast til athugasemda í greinargerð við IX. kafla frumvarpsins.

Lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017. Samgöngustofa fer með framkvæmd laganna og stjórnvaldsfyrirmæla settum samkvæmt þeim. Ákvæði 17.–22. gr. laganna í V. kafla laganna fjalla um réttindi farþega og innleiða ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 181/2011 um réttindi farþega í hópbifreiðum.
    Samgöngustofa hefur heimild skv. 1. mgr. 25. gr. laganna til að afla upplýsinga og gagna. Þá hefur Samgöngustofa almennar heimildir til að afla upplýsinga og gagna og gera vettvangskönnun skv. 2., 4., 5. og 7. mgr. 6. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012. Samgöngustofa hefur því heimildir skv. a-, b- og c-lið 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar. Samgöngustofa hefur ekki heimild til að framkvæma prufukaup og er því lagt til að kveðið verði á um slíka heimild í lögunum, sbr. d-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Í 22. gr. laganna er kveðið á um málsmeðferð vegna einkaréttarlegs ágreinings farþega við flytjanda vegna brota á réttindum farþega. Allsherjarréttarleg úrræði Samgöngustofu er að finna í VI. kafla laganna. Í 23. gr. segir að Samgöngustofa hafi eftirlit með því að starfsemi flytjenda sé í samræmi við lög, reglugerðir eða reglur sem um starfsemina gilda. Í 4. mgr. 22. gr. segir að ef flutningsaðili gerist sekur um ítrekuð brot gagnvart farþegum samkvæmt lögum þessum og reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra sé Samgöngustofu heimilt að svipta viðkomandi aðila leyfi í samræmi við ákvæði laganna. Þá segir í 1. mgr. 26. gr. að telji Samgöngustofa staðfest að handhafi almenns rekstrarleyfis hefur gerst brotlegur við lögin og reglugerðir settar á grundvelli þeirra skuli Samgöngustofa tilkynna leyfishafa það með sannanlegum hætti og gefa viðkomandi færi á að setja fram skýringar og gögn þeim til stuðnings. Í 1. mgr. 27. gr. segir svipta skuli leyfishafa leyfi samkvæmt ef hann hefur ítrekað gerst brotlegur við lögin, brot er stórfellt, það framið af ásetningi eða þess eðlis að ekki verður úr bætt. Jafnframt er unnt að svipta leyfishafa leyfi ef hann hefur sannanlega gerst sekur um vítavert hátterni og telja verður með hliðsjón af eðli brotsins varhugavert að hann njóti leyfis áfram. Í 2. mgr. 27. gr. segir að séu ríkar ástæður til að ætla að skilyrði fyrir sviptingu leyfis séu fyrir hendi og að töf á sviptingu geti haft almannahættu í för með sér er Samgöngustofu heimilt að svipta leyfishafa leyfi þegar í stað til bráðabirgða þar til endanleg ákvörðun í málinu hefur verið tekin. Þá hefur Samgöngustofa leiðbeiningarskyldu samkvæmt stjórnsýslulögum. Eru því uppfyllt skilyrði a-, d-, e- og f-liðar 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Í 8. og 9. tölul. 30. gr. laganna er kveðið á um að það varði sektum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn 19. gr. eða reglugerð um réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga og 21. gr. eða reglugerð um réttindi farþega þegar ferð er aflýst eða henni seinkar. Að því leyti eru uppfyllt skilyrði h-liðar 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar skortir heimildir til að leggja á sektir vegna brota gegn 17., 18. og 20. gr. laganna til þess að skilyrði h-liðar 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar teljist uppfyllt.
    Samgöngustofa hefur ekki sérstaka sáttaheimild skv. b- og c-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar eða heimild til að fjarlægja og takmarka aðgengi að stafrænu efni skv. g-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar.
    Í X. kafla frumvarpsins er lagt til að Samgöngustofu verði veitt heimild til prufukaupa, sáttaheimild, sektarheimild vegna brota gegn 17., 18. og 20. gr. laganna og heimild til að krefjast lögbanns vegna stafræns efnis. Lagt er til grundvallar í frumvarpinu að lögbærum stjórnvöldum verði aðeins heimilað að beita heimildum í þeim málum sem varða neytendaverndarákvæði þeirra reglugerða og tilskipana sem taldar eru í viðauka reglugerðarinnar. Í samræmi við það er lagt til að heimildirnar sé einungis unnt að nota vegna brota gegn V. kafla laganna. Viðeigandi breytingar eru lagðar til á VI. kafla laganna og vísast til athugasemda í greinargerð við X. kafla frumvarpsins.

3.10. Þörf fyrir aðrar breytingar.
    Í 7. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 segir að lögbærum yfirvöldum eigi að vera heimilt að birta sérhverja endanlega ákvörðun, skuldbindingar seljanda eða fyrirmæli sem samþykkt eru samkvæmt reglugerðinni, þ.m.t. deili á seljanda sem er ábyrgur fyrir broti sem heyrir undir þessa reglugerð. Skilyrði ákvæðisins eru í samræmi við almenna framkvæmd í íslenskri stjórnsýslu um að ákvarðanir séu birtar opinberlega. Fyrir því fyrirkomulagi er jafnframt lagastoð í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem segir að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögunum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Ekki er talin þörf á að innleiða 7. mgr. 9. gr. sérstaklega.
    Í 1. mgr. 10. gr. er kveðið á um að valdheimildum 9. gr. skuli beitt annaðhvort beint af hálfu lögbærra yfirvalda samkvæmt eigin heimildum þeirra, með því að vísa máli til annarra lögbærra yfirvalda, ef við á, eða annarra opinberra yfirvalda, með fyrirmælum til tilnefndra stofnana, ef við á, eða með því að vísa máli til dómstóla. Þá er kveðið á um það í 2. mgr. 10. gr. að beiting valdheimilda skuli samræmast meðalhófsreglu, lögmætisreglu, réttarfarsreglum og grundvallarréttindum. Þá skuli valdheimildirnar hæfa brotinu. Ekki er talin þörf á að innleiða ákvæði 10. gr. sérstaklega heldur leiðir efni hennar af þeim valdheimildum þegar eru fyrir hendi eða sem lagðar eru til við innleiðingu 9. gr. reglugerðarinnar auk meginreglna um málsmeðferð á sviði einkamálaréttarfars og stjórnsýsluréttar.

3.11. Samanburður við önnur lönd.
Innleiðing reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 á öðrum Norðurlöndum.
    Í Danmörku hefur reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 beina réttarverkan. Litið er svo á að lögbær yfirvöld hafi nú þegar allar nauðsynlegar heimildir sem kveðið er á um í 9. og 10. gr. reglugerðarinnar og eru engar lagabreytingar fyrirhugaðar.
    Í Noregi er áformað að leggja fram frumvarp til að innleiða reglugerðina með tilvísunaraðferð auk viðeigandi breytinga á heimildum lögbærra yfirvalda svo skilyrði 9. og 10. gr. reglugerðarinnar teljist uppfyllt.
    Í Svíþjóð hefur reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 beina réttarverkan. Þar er áformað að leggja fram frumvarp með viðeigandi breytingum á heimildum lögbærra yfirvalda til að skilyrði 9. og 10. gr. reglugerðarinnar teljist uppfyllt.

Meginregla um sáttaumleitan í nágrannaríkjum Íslands.
    Í Finnlandi fer Konsumentombudsmannen með eftirlit með finnsku neytendaverndarlögunum (s. konsumentskyddslagen). Í Danmörku fer Forbrugerombudsmanden með eftirlit með dönsku markaðssetningarlögunum (d. karkedsføringsloven) og öðrum sérlögum á sviði neytendaverndar. Í Noregi fer Forbrukertilsynet með eftirlit með norsku markaðssetningarlögunum (n. markedsføringsloven) og öðrum sérlögum á sviði neytendaverndar. Í Svíþjóð fer Konsumentombudsmannen með eftirlit með sænsku markaðssetningarlögunum (s. marknadsføringslagen) og öðrum sérlögum á sviði neytendaverndar auk laga á sviði vöruöryggis fyrir neytendur. Norrænu neytendaeftirlitsstofnanirnar leggja áherslu á virkt samráð við atvinnulífið og útgáfu leiðbeininga um góða viðskiptahætti. Norrænu eftirlitsstofnunum ber að jafnaði að reyna sáttaumleitan í einstökum málum. Í öðrum tilfellum er stuðst við íþyngjandi úrræði á borð við höfðun einkamáls, vísun mála til lögreglu, beitingu stjórnvaldssekta og dagsekta, eða stjórnvaldsákvarðana um bann eða fyrirmæli.
    Breska samkeppnis- og neytendaeftirlitið, Competition and Markets Authority, hefur að markmiði að leysa flest mál á sviði neytendaverndar með fyrirbyggjandi aðgerðum. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru ýmist í formi sáttaviðræðna, viðvarana eða útgáfu almennra leiðbeininga um góða viðskiptahætti. Breska eftirlitið styðst við forgangsröðun og áhættumat við val á verkefnum og eftirlitsaðgerðum. Í öðrum tilfellum er stuðst við íþyngjandi úrræði á borð við höfðun einkamáls eða saksókn.
    Hollenska samkeppnis- og neytendaeftirlitið, Autoriteit Consument en Markt, leggur áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í eftirlitsstarfi sínu á sviði neytendaverndar. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru ýmist í formi sáttaviðræðna, viðvarana eða útgáfu almennra leiðbeininga um góða viðskiptahætti. Hollenska eftirlitið leggur áherslu á forvirkt eftirlit þar sem verkefnaáherslur ráðast af markaðsgreiningu. Í öðrum tilfellum er stuðst við íþyngjandi úrræði.

4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Í 8. gr. frumvarpsins er lagt til að Neytendastofa geti leitað lögbanns með nánar tilgreindum skilyrðum til að stöðva eða banna brot í stafrænu umhverfi. Ákvæði 8. gr. hefur tengsl við tjáningarfrelsi skv. 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944. Í 1. málsl. 2. mgr. 73. gr. segir að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Lögaðilar njóta einnig verndar ákvæðisins. Í 3. mgr. 73. gr. segir að tjáningarfrelsi megi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Viðskiptaleg tjáning verður hins vegar frekar takmörkuð með lögum en önnur tjáning. Í frumvarpinu er lagt til að takmarka viðskiptalega tjáningu með lögum til verndar neytendum.
    Skerðing tjáningarfrelsis verður að standast ákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar. Þess vegna er annars vegar lagt til að ströng lagaskilyrði séu fyrir beitingu heimildarinnar og hins vegar að dómstóll fjalli um hvort úrræðinu verði beitt. Lögbannsúrræðið er lagt til enda þarf Neytendastofa að höfða mál fyrir dómi því til staðfestingar. Með þessu er tryggt að úrræðið sé skilvirkt án þess að það komi niður á réttaröryggi málsaðila. 8. gr. frumvarpsins hefur einnig tengsl við 70. gr. stjórnarskrárinnar um réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Til að tryggja réttaröryggi málsaðila þykir rétt að kveða á um að úrræðinu verði ekki beitt nema mál sé höfðað fyrir dómi.
    Að öðru leyti var ekki talið að efni frumvarpsins gæfi ástæðu til að ætla að það fari gegn ákvæðum stjórnarskrár. Talið var að markmið frumvarpsins og aðferðir sem þar eru lagðar til rúmist innan þess ramma sem Alþingi hefur til að setja reglur um atvinnustarfsemi. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 hefur verið tekin upp í EES- samninginn og er Ísland skuldbundið til að taka efni hennar upp í íslenskan rétt.

5. Samráð.
    Frumvarpið snertir fyrst og fremst lögbær yfirvöld á sviði neytendaverndar, fyrirtæki og neytendur. Áform um lagasetninguna voru send til kynningar hjá öðrum ráðuneytum þann 11. júní 2019. Samráðshópur var stofnaður þann 20. júní 2019 til að meta nauðsynlegar lagabreytingar vegna innleiðingar reglugerðarinnar. Í samráðshópnum sátu fulltrúar Fjármálaeftirlits, fjölmiðlanefndar, Lyfjastofnunar, Neytendastofu og Samgöngustofu auk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Samráðshópurinn lauk störfum þann 25. október 2019. Við samningu frumvarpsins var einnig haft faglegt samráð við Póst- og fjarskiptastofnun, Ferðamálastofu, fjármála- og efnahagsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Sérstakt samráð var haft við mennta- og menningarmálaráðuneyti vegna nefndarálits allsherjar- og menntamálanefndar um frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972, með síðari breytingum (flytjanleiki efnisveituþjónustu), dags. 21. maí 2019, 149. löggjafarþingi 2018 – 2019, þskj. 1582 – 797. mál. Í nefndarálitinu var því beint til mennta- og menningarmálaráðuneytis að kanna í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hvernig haga ætti eftirliti með ákvæðum höfundalaga, nr. 73/1972, um flytjanleika efnisveituþjónustu og eftirliti með ósanngjörnum samningsskilmálum.
    Áform um lagasetninguna voru send til kynningar hjá öðrum ráðuneytum þann 11. júní 2019. Í framhaldi af samráði við haghafa í samráðshópnum voru frumdrög frumvarpsins birt í samráðsgátt stjórnvalda þann 8. október 2019 og frestur til umsagna veittur til 18. október 2019, sbr. mál nr. 249/2019. Umsagnir bárust í samráðsgátt frá Hagsmunasamtökum heimilanna, Neytendasamtökunum og Samtökum atvinnulífsins. Þá bárust umsagnir frá Ferðamálastofu, Fjármálaeftirlitinu, fjölmiðlanefnd, Neytendastofu, Póst- og fjarskiptastofnun, Lyfjastofnun og Samgöngustofu. Umsagnir bárust einnig frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti.
    Við ritun frumvarpsins var höfð hliðsjón af athugasemdum sem bárust í samráði. Flestar breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu lutu að orðalagi og leiðréttingu tilvísana auk bættra skýringa í greinargerð. Í I. kafla frumvarpsins var fallið frá tillögu um að kvartandi teldist ekki aðili máls í málum sem Neytendastofa tekur til meðferðar. Fallið var frá því að fella úr gildi sektarheimild skv. b-lið 22. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, enda breytingin óþörf. Jafnframt var ákvæði um sáttaumleitan gert skýrara og samspil þess við aðrar heimildir laganna skýrt betur. Þá var lagt til að kaflafyrirsögnum III. og IV. kafla laganna verði breytt.

6. Mat á áhrifum.
    Með frumvarpinu eru ekki lagðar til nýjar efnisreglur á sviði neytendaverndar. Hins vegar eru lagðar til nýjar rannsóknar- og eftirfylgniheimildir í lögum á sviði neytendaverndar sem þegar eru í gildi.
    Frumvarpið getur haft áhrif á öll fyrirtæki sem stunda viðskipti við neytendur. Áhrifin eru fyrst og fremst þau að eftirlit með lögum á sviði neytendaverndar verður skilvirkara. Skilvirkara eftirlit getur haft jákvæð áhrif á fyrirtæki sem stunda lögmæta atvinnustarfsemi. Þannig þurfa slík fyrirtæki í minna mæli að mæta samkeppni við fyrirtæki sem stunda óréttmæta viðskiptahætti. Sáttaúrræði lögbærra yfirvalda getur dregið úr tilkostnaði fyrirtækja. Þannig þurfa þau að eyða minna fé og mannafla í að bregðast við eftirlitsaðgerðum. Lögfesting meginreglu um sáttaumleitan í eftirlitsstarfi Neytendastofu mun leiða til meiri fyrirsjáanleika og minni tilkostnaðar fyrirtækja vegna samskipta við stofnunina. Fyrirtæki kunna að verða fyrir auknum kostnaði vegna rekstur dómsmála í kjölfar þess að lögbær yfirvöld krefjast lögbanns á stafrænt efni. Aftur á móti eru ströng skilyrði fyrir beitingu úrræðisins og ólíklegt talið að það mun leiða til margra dómsmála. Þá mun einhver kostnaður fylgja dómsmálum sem fyrirtæki kunna að höfða á hendur keppinautum ef Neytendastofa tekur umkvörtunarefni þeirra ekki til meðferðar. Frumvarpið hefur einnig í för með sér að dregið er úr reglubyrði með afnámi reglusetningarheimildar Neytendastofu í 1. mgr. 21. gr. b laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005.
    Frumvarpið getur haft áhrif á stjórnsýslu ríkisins. Lögbær yfirvöld fá betri úrræði til að fyrirbyggja, rannsaka og stöðva brot gegn lögum á sviði neytendaverndar. Þá verður samstarf milli lögbærra yfirvalda yfir landamæri á Evrópska efnahagssvæðinu gert skilvirkara. Óvíst er hvort nýjum heimildum verði mikið beitt. Lögfesting meginreglu um sáttaumleitan í eftirlitsstarfi Neytendastofu mun leiða til þess að stofnunin getur valið betur mál sem tekin eru til meðferðar og aukið áherslu á sáttaumleitan og útgáfu leiðbeininga til fyrirtækja. Gert er ráð fyrir að eftirlit Neytendastofu verði skilvirkara og hagkvæmara vegna breytinganna. Lögbær yfirvöld eru vel í stakk búin til að takast á við eftirlitsverkefnin. Frumvarpið mun hugsanlega leiða til aukningar dómsmála sem fyrirtæki kunna að höfða á hendur keppinautum sínum í þeim tilvikum þegar Neytendastofa tekur umkvörtunarefni þeirra ekki til meðferðar. Ófyrirséð er hvort mörg mál verði höfðuð vegna þessa.
    Ávinningur af samþykkt frumvarpsins er meiri en hugsanleg neikvæð eða íþyngjandi áhrif þess. Frumvarpið tryggir þátttöku íslenskra eftirlitsstjórnvalda í samstarfi á Evrópska efnahagssvæðinu og bætir skilvirkni í framkvæmd laga á sviði neytendaverndar yfir landamæri. Þá tryggir frumvarpið að þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands séu uppfylltar. Frumvarpið mun hafa jákvæð áhrif á heildarhagsmuni neytenda. Með skilvirkari úrræðum lögbærra yfirvalda er unnt að tryggja bætta fylgni við fjölda laga á sviði neytendaverndar. Sáttaheimild um úrbætur fyrir neytendur sem brot hefur haft áhrif á mun hafa jákvæð áhrif að einkarétti fyrir neytendur sem eru síður í aðstöðu til að leita réttar síns.
    Frumvarpið felur hvorki í sér auknar tekjur né gjöld fyrir ríkissjóð. Verði frumvarpið óbreytt að lögum er ekki gert ráð fyrir neinum fjárhagsáhrifum fyrir ríkissjóð vegna lagabreytinganna.

Um einstakar greinar frumvarpsins.

Um 1. gr.

    Með greininni er lagt er til að lögfesta forgangsröðunarreglu í 4. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Greininni er ætlað að tryggja skilvirka málsmeðferð hjá Neytendastofu.
    Í a-lið 1. gr. er lagt til að eftirlit Neytendastofu samkvæmt lögunum sé einkum í þágu neytenda. Með því er átt við að helsta sjónarmiðið við eftirlit Neytendastofu, ákvarðanir um rannsókn og forgangsröðun verkefna hjá stofnuninni séu heildarhagsmunir neytenda. Neytendastofa getur tekið upp mál að eigin frumkvæði, eftir kvörtun eða ábendingu og ber stofnuninni að leggja áherslu á mál sem brýnust þykja fyrir heildarhagsmuni neytenda. Neytendastofa getur til að mynda tekið upp mál á sviðum þar sem brot eru algeng, hafa mikla þýðingu eða valda miklum skaða fyrir neytendur. Ákvæðið útilokar hins vegar ekki að Neytendastofa fjalli um mál sem varða einnig aðra hagsmuni samkvæmt lögunum, svo sem hagsmuni sem varða háttsemi milli fyrirtækja. Af ákvæðinu leiðir að Neytendastofa á ekki að láta sig varða mál sem snerta neytendur með takmörkuðum hætti eins og til dæmis viðbótarvernd auðkenna, ólögmætar eftirlíkingar eða ólögmæta öflun eða hagnýtingu atvinnuleyndarmála. Reikna má með að í kjölfar breytinganna muni þeim tilfellum fækka þar sem kvartandi hefur aðild að máli sem Neytendastofa ákveður að taka upp. Eftirlit Neytendastofu með lögunum er allsherjarréttarlegs eðlis og gert er ráð fyrir að eftirlitið verði einkum í þágu heildarhagsmuna neytenda. Í mörgum tilfellum hafa ákvarðanir Neytendastofu ekki sérstök áhrif á réttarstöðu þess sem sendir inn kvörtun og hefur hann þá ekki sérstakari hagsmuni en hver annar af úrlausn máls. Ef margir eiga sambærilegra hagsmuna að gæta af úrlausn máls eru hagsmunirnir almennir og síður til þess fallnir að skapa aðilastöðu. Í a-lið 1. gr. er einnig lagt til að eftirlit Neytendastofu sé undir yfirstjórn ráðherra. Ekki er um efnisbreytingu að ræða en orðalag ákvæðisins er fært til samræmis við lög um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011.
    Í b-lið 1. gr. er kveðið á um heimildir Neytendastofu til að ákveða hvaða mál eru rannsökuð. Til að stofnuninni sé unnt að sinna því eftirlitshlutverki sem henni er falið samkvæmt lögunum er mikilvægt að henni sé gert kleift að taka ákvarðanir um að sinna fyrst og fremst þeim verkefnum sem þykja brýnust. Tilefni rannsóknar geta verið skriflegar kvartanir frá neytendum eða keppinautum fyrirtækja eða ábendingar frá almenningi sem settar eru fram skriflega, munnlega, undir nafni eða nafnlaust. Með ákvæðinu er Neytendastofu tryggt vítt svigrúm við mat á því hvort taka beri mál til rannsóknar. Ákvæðið ber að skýra í samhengi við ákvæði a-liðar 1. gr. um að áhersla skuli lögð á mál sem brýnust þykja fyrir heildarhagsmuni neytenda. Ekki er gert ráð fyrir að heimildinni verði beitt í þeim tilvikum þegar mál hefst með beiðni um framfylgdarráðstafanir, sbr. III. kafla reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394.

Um 2. gr.

    Í greininni er lagt til að fyrirsögn III. kafla verði breytt. Lagt er til að fyrirsögn III. kafla verði: „Viðskiptahættir gagnvart neytendum“. Rétt þykir að breyta kaflaheitum III. og IV. kafla laganna svo þau endurspegli betur efnisinnihald þeirra ákvæða sem kaflarnir hafa að geyma. Að öðru leyti vísast til athugasemda við 3. gr. frumvarpsins.

Um 3. gr.

    Í greininni er lagt til að kaflaheiti IV. kafla verði breytt til að endurspegla betur efnisinnihald 13. gr. laganna. Lagt er til að kaflaheitið verði: „Aðrir viðskiptahættir“. Ákvæði 1. mgr. 13. gr. laganna gildir annars vegar um góða viðskiptahætti í atvinnustarfsemi eins og þeir eru tíðkaðir og hins vegar um viðskiptahætti sem eru óhæfilegir hagsmunum neytenda. Ákvæðið gildir um aðra viðskiptahætti en þá sem III. kafli laganna tekur til, sbr. 2. mgr. 13. gr. laganna. Ákvæði 1. mgr. 13. gr. er ekki bundið við aðra hagsmuni neytenda en fjárhagslegra. Þannig kunna neytendur í einhverjum tilfellum að eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta af viðskiptaháttum sem falla ekki undir ákvæði III. kafla laganna. Þá er ákvæðið ekki bundið við hagsmuni neytenda heldur nær það samkvæmt orðanna hljóðan til góðra viðskiptahátta í atvinnustarfsemi eins og þeir eru tíðkaðir. Orðalag 1. mgr. 13. gr. er almenns eðlis og er tilgangurinn með breytingu kaflaheitisins að um beitingu ákvæðisins gildi áfram þau sjónarmið sem lögð voru til grundvallar við túlkun 5. gr. laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, nr. 57/2005, að undanskildum ákvæðum III. kafla laganna.
    Undir ákvæði 1. mgr. 13. gr. geta fallið viðskiptahættir af ýmsu tagi sem ekki falla undir ákvæði III. kafla laganna og beinast að keppinautum, neytendum eða varða samfélagslega hagsmuni. Ákvæði 1. mgr. 13. gr. er meðal annars unnt að nota til eftirlits með ósanngjörnum samningsskilmálum með því að Neytendastofa lýsi yfir broti gegn ákvæðinu að undangenginni málsmeðferð og grípi til allsherjarréttarlegra aðgerða á grundvelli þess. Ákvæðið ætti að vera unnt að nota um þætti sem tengjast smekk og velsæmi. Sem dæmi má nefna markaðssetningu sem gerir út á mismunun, ofbeldi, ótta, brot gegn friðhelgi eða hvetur til hættulegrar háttsemi. Ákvæðið ætti einnig að vera unnt að nota til að vernda hagsmuni fyrirtækja gegn óréttmætum viðskiptaaðferðum keppinauta sem ekki eru verndaðir í sérákvæðum laganna.

Um 4. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á VIII. kafla laganna. Lagt er til að vettvangskönnun nái til staðar þar sem gögn eru varðveitt. Með þessu er stefnt að því að allar kröfur c-liðar 3. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 séu uppfylltar. Lagt er til að nýtt kaflaheiti verði upplýsingaöflun í stað upplýsingaskyldu. Hið nýja kaflaheiti tekur mið af því að við VIII. kafla bætist ný grein, 20. gr. b, sem felur ekki í sér eiginlega upplýsingaskyldu.

Um 5. gr.

    Ákvæði greinarinnar eru nýmæli og heimila Neytendastofu að kaupa vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn lögunum og til að afla gagna og upplýsinga sem nauðsynlegar þykja við athugun einstakra mála. Með fölsku nafni er átt við annað nafn en nafn Neytendastofu. Með fölsku auðkenni er átt við önnur auðkenni en nafn sem gefin eru upp við kaupin, t.d. tölvupóstfang. Ekki er nauðsynlegt að nafn eða auðkenni sé falskt sem slíkt heldur nægir að það sé annað en Neytendastofu. Neytendastofa gæti t.d. reitt sig á gögn sem er aflað af neytendum sjálfum. Slíkt fæli ekki í sér beitingu heimildarinnar enda gert ráð fyrir því að Neytendastofa geti hafið mál að eigin frumkvæði, á grundvelli kvörtunar eða ábendinga.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að Neytendastofa geti krafið seljanda um endurgreiðslu vöru eða þjónustu sem keypt er undir fölsku nafni eða auðkenni. Við ákvörðun á fjárhæð endurgreiðslukröfu skal tekið tillit til aðstæðna og eðlis vörunnar eða þjónustunnar. Til dæmis þyrfti að ákvarða hvort seljanda er unnt að selja vöruna með afslætti vegna skoðunar Neytendastofu á henni.
    Gert er ráð fyrir að Neytendastofa tilkynni aðila máls svo fljótt sem unnt er um að gagnaöflun hafi farið fram undir fölsku nafni eða auðkenni í samræmi við 14. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ef til greina kemur að nota gögnin í sakamáli á grundvelli 26. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, ætti Neytendastofa jafnframt að tilkynna aðila máls sérstaklega um að honum sé óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun, sbr. 64. gr. laga um sakamála, nr. 88/2008.

Um 6. gr.

    Ákvæði greinarinnar eru nýmæli. Samkvæmt 1. mgr. skal Neytendastofa leitast við að fá fyrirtæki til að haga starfsemi sinni í samræmi við lögin, meðal annars með sáttaumleitan. Með 1. mgr. er lagt til að lögfesta meginreglu um sáttaumleitan í starfsemi Neytendastofu. Lagt er til að sáttaumleitan og skyldar aðgerðir verði aðalúrræði Neytendastofu samkvæmt lögunum. Markmið sáttaumleitana og skyldra aðgerða er að binda endi á ólögmæta háttsemi og hafa áhrif á viðskiptahætti fyrirtækja til frambúðar.
    Í meginreglunni felst að Neytendastofa skuli að jafnaði reyna að hafa áhrif á fyrirtæki með sáttaumleitan og leysa mál með samkomulagi um úrbætur eða aðrar skuldbindingar. Af meginreglunni leiðir einnig að Neytendastofa leggi áherslu á að upplýsa fyrirtæki um lögin, framkvæmd þeirra og góða viðskiptahætti og að eiga viðræður við viðeigandi samtök, fyrirtæki og neytendur til að stöðva eða fyrirbyggja brot gegn lögunum.
    Meginreglan felur ekki í sér skyldu til sáttaumleitana í öllum tilvikum. Neytendastofa getur beitt öðrum heimildum laganna ef þörf krefur án sáttaumleitana og ræðst það af mati á alvarleika eða skýrleika brotsins og þeim lagaákvæðum sem koma til skoðunar hverju sinni. Ef Neytendastofa þyrfti fortakslaust að leita sátta gæti það í ákveðnum tilvikum haft hamlandi áhrif á eftirlit stofnunarinnar. Úrræðið er til að mynda ekki raunhæft ef sakir eru miklar enda getur brot þá talist refsivert, sbr. 1. mgr. 26. gr. laganna. Meginreglan felur heldur ekki í sér skyldu til þess að ná sáttum. Séu tillögur að úrbótum eða öðrum skuldbindingum sem fram koma við sáttaumleitan metnar ófullnægjandi og fyrir liggur að um brot er að ræða er Neytendastofu heimilt að beita öðrum heimildum laganna án frekari sáttaumleitana.
    Sáttaumleitanir og skyldar aðgerðir þurfa ekki að leiða til formlegrar sáttar. Um getur verið að ræða ýmis konar aðgerðir sem hafa í för með sér bætta viðskiptahætti, endi er bundinn á háttsemi sem er tilefni rannsóknar eða að farið er að öðru leyti eftir ákvæðum laganna. Hér má nefna upplýsingagjöf, viðvaranir, viðræður, munnlegt samkomulag eða skriflega sátt. Sé sátt gerð er ekki gerð krafa um form hennar en Neytendastofa getur tekið við skriflegum skuldbindingum frá fyrirtækjum. Þá kann að vera viðeigandi að Neytendastofa útbúi almennar leiðbeiningar um góða viðskiptahætti og beitingu matskenndra lagaheimilda í stað þess að hefja einstök mál. Slíkar leiðbeiningar er eftir atvikum unnt að setja á grundvelli viðræðna við hlutaðeigandi aðila eða samtök.
    Í 2. mgr. er kveðið á um úrræði Neytendastofu ef brotið er gegn lögunum eða reglum samkvæmt þeim. Í fyrsta lagi getur Neytendastofa tekið við skriflegum skuldbindingum frá fyrirtækjum um að látið sé af broti. Í öðru lagi getur Neytendastofa tekið ákvörðun um aðgerðir, sektir eða dagsektir samkvæmt IX. kafla laganna. Neytendastofu þarf ekki að hafa reynt sáttaumleitanir eða skyldar aðgerðir til þess að geta tekið við skriflegum skuldbindingum eða tekið ákvörðun. Ákvæði 2. mgr. felur einnig í sér heimild til að fá viðbótarskuldbindingar frá aðila máls að hans frumkvæði um að neytendum sem orðið hafa fyrir áhrifum af brotinu verði boðnar viðeigandi úrbætur. Með þessu er til að mynda átt við skuldbindingar um einkaréttarlegar ráðstafanir á borð við skaðabætur, afslátt, úrbætur eða nýja afhendingu.

Um 7. gr.

Um a-lið (1. mgr. 21. gr. c).
    Í a-lið er lagt til að nýtt ákvæði komi í 1. mgr. 21. gr. c í stað ákvæðisins sem nú er í 21. gr. b laganna. Með ákvæðinu er lagt til að Neytendastofa setji leiðbeinandi reglur um góða viðskiptahætti á nánar afmörkuðum sviðum viðskipta sem talin eru mikilvæg fyrir neytendur og að ráðgast skuli við hlutaðeigandi fyrirtæki eða samtök þeirra áður en slíkar reglur eru settar. Ákvæðið er frábrugðið núgildandi ákvæði að því leyti að kveðið er á um skyldu til að gefa út reglur og skyldu til að ráðgast við hlutaðeigandi samtök fyrirtækja og samtök neytenda. Ákvæðið gerir ráð fyrir að Neytendastofa meti hvar sé mest þörf á að skýra hvað teljist góðir viðskiptahættir gagnvart neytendum. Reglurnar hafa ekki skuldbindandi gildi á sama hátt og ákvæði reglugerða eða reglna sem settar eru með sérstakri heimild í lögum en geta verið til fyllingar um hvað teljist til faglegrar kostgæfni og góðra viðskiptahátta á viðkomandi sviðum.
    Meginmarkmiðið með útgáfu leiðbeinandi reglna er að hafa áhrif á háttsemi fyrirtækja með fyrirbyggjandi hætti í samræmi við meginreglu laganna um sáttaumleitan svo þau viðhafi góða viðskiptahætti og fari eftir lögunum. Þannig er stefnt að því að fækka einstökum málum sem Neytendastofa tekur til meðferðar. Með samráði við fyrirtæki og samtök þeirra er stefnt að því að fyrirtæki taki aukna ábyrgð á eigin viðskiptaháttum auk þess sem Neytendastofa öðlist aukna innsýn í markaðinn.
    Auk leiðbeinandi reglna getur Neytendastofa alltaf gefið út leiðbeiningar um beitingu laganna og góða viðskiptahætti á einstökum sviðum viðskipta. Slíkt getur til dæmis átt við ef ekki næst samkomulag við fyrirtæki og samtök þeirra um útgáfu leiðbeinandi reglna. Í leiðbeiningum er hægt að greina frá sjónarmiðum sem stofnunin telur að leggja beri til grundvallar við túlkun og beitingu laganna. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að stjórnvöldum beri að birta vinnureglur og leiðbeiningarreglur sem unnið er eftir í stjórnsýslunni á grundvelli matskenndra lagaheimilda. Útgáfa leiðbeininga af því tagi krefst ekki lagaheimildar en telst til vandaðra stjórnsýsluhátta.

Um b-lið (3. og 4. mgr. 21. gr. c).
    Ákvæði b-liðar eru nýmæli og fela í sér að nýrri 3. og 4. mgr. er bætt við nýja 21. gr. c laganna. Ákvæði 1. mgr. heimilar Neytendastofu að taka bráðabirgðaákvarðanir um bann, fyrirmæli eða heimild með skilyrði. Skilyrði fyrir beitingu heimildarinnar eru þröng enda þarf að liggja fyrir að hætta sé á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða. Heimildina ber að túlka og beita í samræmi við önnur ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 og almennar efnisreglur stjórnsýsluréttarins eftir því sem við á, svo sem rannsóknarreglu og málshraðareglu.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að bráðabirgðaákvarðanir skuli gilda í tiltekinn tíma og að unnt sé að endurnýja þær ef það telst nauðsynlegt. Við mat á því hvað telst nauðsynlegt ber að vega saman annars vegar þörfina á að háttsemin sé stöðvuð og hins vegar óhagræðið sem ákvörðun hefur fyrir fyrirtækið. Gert er ráð fyrir að Neytendastofa ljúki máli með endanlegri ákvörðun eða felli að öðrum kosti bráðabirgðaákvörðunina úr gildi.

Um 8. gr.

    Í greininni er lagt til að bætt verði við tveimur nýjum greinum á eftir 25. gr. laganna, sem verði 25. gr. a og 25. gr. b.

Um 25. gr. a.
    Í greininni er lagt til að kveðið verði á um það með ótvíræðum hætti að Neytendastofa hafi heimild til að leita lögbanns til að vernda heildarhagsmuni neytenda og stöðva brot hratt og örugglega í stafrænu umhverfi.
    Með 1. mgr. er lagt til að vikið verði frá því skilyrði lögbanns að sá einn sem á beinna lögvarinna hagsmuna að gæta geti krafist slíks banns.
    Í 2. mgr. er nánar kveðið á um þær athafnir sem Neytendastofa getur krafist að lagt verði fyrir gerðarþola að leysa af hendi við lögbannsgerð. Gerðarþolar samkvæmt ákvæðinu geta verið þjónustuveitendur, fjarskiptafyrirtæki, skráningaraðilar eða skráningarmiðlanir léna. Kveðið er á um heimild til Neytendastofu til að krefjast þess að stafrænt efni verði fjarlægt, viðvaranir verði settar upp á vefsetur, hluta af vefsetrum, smáforrit eða aðra netskilfleti, aðgangur að netskilfleti verði takmarkaður, gerður óvirkur eða fjarlægður, lénum lokað, læst eða þau endurskráð. Með „netskilfleti“ er átt við hvers kyns hugbúnað, þ.m.t. vefsetur, hluta af vefsetri eða smáforrit, sem starfrækt er af seljanda eða fyrir hönd hans, og sem þjónar þeim tilgangi að gefa neytendum aðgang að vörum eða þjónustu seljandans, sbr. hugtaksskilgreiningu í 15. tölul. 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394.
    Skilyrði 2. mgr. þurfa að vera uppfyllt svo unnt sé að leggja lögbann á gerðarþola. Þannig þarf að liggja fyrir að engin önnur skilvirk leið sé fyrir hendi til að stöðva eða banna viðskiptahættina. Neytendastofa þarf að hafa reynt önnur úrræði eða metið það svo að önnur úrræði hrökkvi ekki til. Notkun heimildarinnar er því fyrst og fremst ætluð sem varaúrræði fyrir Neytendastofu. Þá þarf að liggja fyrir að hætta sé á að heildarhagsmunir neytenda bíði alvarlegan skaða. Hugtakið heildarhagsmunir neytenda er leitt af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 og ber að túlka ákvæðið í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Að lokum þarf Neytendastofa að sanna eða gera sennilegt að athöfn sem beiðst er lögbanns gegn brjóti gegn ákvæðum II.–VI. kafla og VII. kafla laganna. Ekki er þörf á að þjónustuveitandi, fjarskiptafyrirtæki, skráningaraðili eða skráningarmiðlun léna hafi brotið gegn lögunum heldur nægir að sanna eða gera sennilegt að athöfnin sem slík brjóti gegn lögunum. Auk skilyrða ákvæðisins verða önnur skilyrði lögbanns í lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl. að vera uppfyllt, eftir því sem við á. Með þjónustuveitanda er átt við einstakling eða lögpersónu sem lætur í té rafræna þjónustu, sbr. 2. tölul. 2. gr. laga um rafræn viðskipti og rafræna þjónustu, nr. 30/2002. Með fjarskiptafyrirtæki er átt við einstakling eða lögaðila sem hefur tilkynnt Póst- og fjarskiptastofnun um fyrirhugaðan rekstur fjarskiptaþjónustu eða fjarskiptanets, sbr. 11. tölul. 3. gr. laga um fjarskipti, nr. 81/2003. Hugtökin netþjónustuveitandi, skráningaraðili og skráningarmiðlun léna eru leidd af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394.
    Ákvæði 3. mgr. er sett til að eyða vafa um hvort lögbanni verði beint gegn athöfnum milliliða, fyrst og fremst fjarskiptafyrirtækja vegna miðlunar, skyndivistunar og hýsingar gagna í þeim tilvikum þegar um er að ræða meint brot þjónustuþega á ákvæðum laganna. Í lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu er kveðið á um takmörkun ábyrgðar þjónustuveitanda vegna miðlunar, skyndivistunar og hýsingar. Meginreglan er sú að lögbann verði einungis lagt við tilteknum athöfnum sem eru taldar ólögmætar í sjálfu sér. Vegna ákvæða laga um takmörkun ábyrgðar þykir því rétt að taka allan vafa af um að lögbann verði lagt við athöfnum þjónustuveitenda. Ekki verður séð að neinir lögverndaðir hagsmunir eigi að standa gegn því að sett verði ákvæði af því tagi sem hér er lýst, enda er heimild til lögbanns byggð á þeirri grundvallarforsendu að fyrir hendi sé réttarbrot af hálfu þjónustuþega sem sá sem fer fram á lögbann þyrfti eftir sem áður að sýna fram á.
    Ákvæði 4. mgr. er sett til að gæta hagsmuna þeirra aðila sem taldir eru brjóta gegn II.–VI. kafla og VII. kafla laganna svo sem þjónustuþega rafrænnar þjónustu eða rétthafa léns ef hann er annar aðili. Með ákvæðinu er til að mynda leitast við að veita fyrirsvarsmanni vefsíðu sem lögbannskrafa beinist að aðild að lögbannsmálinu í því skyni að gæta hagsmuna sinna, eins og heimilt er almennt í lögbannsmálum skv. 14. gr. laga nr. 31/1990, eftir því sem við verður komið. Frumforsenda fyrir því að slíkur þriðji aðili geti gætt hagsmuna sinna í lögbannsmáli er að honum berist vitneskja um fyrirtöku þess og niðurstöðu. Fái hann í hendur tilkynningu um fyrirtöku lögbannsmáls sem beinist að þjónustu sem hann veitir getur hann tekið upplýsta ákvörðun um að neyta réttar síns skv. 14. gr. laga nr. 31/1990 eða með því að óska eftir meðalgöngu í staðfestingarmáli á lögbannsgerð sem höfðað er fyrir dómstólum, sbr. 20. gr. laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Þess ber þó að gæta að oft liggur ekki fyrir hver er fyrirsvarsmaður vefsíðu eða hvar hann sé að finna og því ekki unnt að uppfylla kröfu um tilkynningarskyldu til viðkomandi. Af þeim sökum er fyrirvari settur um aðgerðir samkvæmt ákvæðinu eftir því sem við verður komið.
    Í 5. mgr. er lagt til að við mat á því hvort lögbann verði lagt á skuli skal vega saman hagsmuni gerðarþola og heildarhagsmuni neytenda af lögbanninu. Við matið skal meðal annars litið til sjónarmiða um meðalhóf, tjáningarfrelsi og upplýsingarétt almennings. Gert er ráð fyrir að hagsmunamat fari fram á breiðum grundvelli og eru sjónarmiðin ekki tæmandi talin. Unnt er að líta til þess hvort lögbannið hafi áhrif á efni sem annars telst lögmætt og verndarhagsmuni þess samanborið við hina ólögmætu háttsemi sem lögbanninu er ætlað að stöðva. Þá er unnt að líta til þess hversu íþyngjandi inngripið yrði bæði fyrir hinn brotlega og aðilann sem þyrfti að leysa af hendi athafnir vegna lögbannsins. Málefnalegt er að líta til þess hvort minna íþyngjandi tæknilegar lausnir séu fýsilegar til að ná fram markmiði lögbanns. Þá er unnt að líta til grófleika brots, umfang þess og áhrif auk þess hvort brotið hefur áhrif á viðkvæma hópa neytenda. Hagsmunir af lögbanni verða að vega þyngra í heildarmatinu svo lögbann verði lagt á.
    Í 6. mgr. er lagt til að um lögbann fari að öðru leyti eftir lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl. Þetta hefur meðal annars í för með sér að Neytendastofa þarf að höfða mál til staðfestingar lögbanni fyrir dómi skv. VI. kafla laganna.

Um 25. gr. b.
    Í greininni er lagt til að kveðið verði skýrt á um málshöfðunarheimild þeirra sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta vegna brota gegn ákvæðum laganna. Heimildin getur t.d. verið raunhæf þegar sá sem á lögvarða hagsmuni hefur kvartað til Neytendastofu en mál er ekki tekið til rannsóknar.
    Í 1. mgr. er lagt til að háttsemi sem er andstæð ákvæðum laganna megi banna með dómi og eftir atvikum sé hægt að mæla fyrir um aðgerðir til að tryggja að farið sé að banninu. Ekki er kveðið á um að hverjum málsókn getur beinst en gert er ráð fyrir að það ráðist af atvikum hverju sinni. Krafa um bann ætti að geta beinst að hverjum þeim sem undirbýr eða tekur þátt í háttsemi sem telst til óréttmætra viðskiptahátta, sbr. 1. og 2. gr. laganna. Þannig ætti krafa um bann t.d. að geta beinst að seljanda vöru eða þjónustu, auglýsingastofu eða fjármálastofnun. Enn fremur ætti krafa um bann að geta beinst að notkun ósanngjarna samningsskilmála, hvort heldur sem er á vegum einstakra seljenda eða samtaka þeirra. Í 2. málsl. 1. mgr. er lagt til að dómari geti mælt fyrir um ráðstafanir til að tryggja að farið sé að banninu. Ákvæðið er almennt orðað og hafa dómstólar því frelsi til að kveða á um þær ráðstafanir sem best þykja hæfa hverju sinni. Ráðstafanir geta t.d. falið í sér að vörur eða eftirlíkingar séu innkallaðar eða þeim eytt, markaðssetningarefni eða tilfæringar fjarlægðar, lén eða önnur auðkenni afskráð og tilkynningar eða leiðréttingar sendar til neytenda eða birtar á opinberum vettvangi.
    Í 2. mgr. er fjallað um skaðabótaskyldu vegna brota gegn lögunum. Ákvæðið gerir ráð fyrir að uppfyllt séu almenn skilyrði skaðabótaskyldu á borð við tjón, saknæmi, ólögmæti, orsakasamband og sennilega afleiðingu. Ákvæði um skaðabótaskyldu hefur einna helst þýðingu fyrir fyrirtæki sem hafa orðið fyrir óréttmætri skerðingu á hagsmunum sem hafa náin tengsl við hugverka- og einkaréttindi en getur einnig átt við um önnur tilvik samkvæmt lögunum.
    Í 3. og 4. mgr. er kveðið á um möguleikann á því að dæma hæfilegt endurgjald vegna hagnýtingu á réttindum annarra. Ákvæðin eiga sér nokkra hliðstæðu í sérlögum um hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, þ.e. lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991, lögum um vörumerki, nr. 45/1997, og lögum um hönnun, nr. 46/2001. Nokkur ákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 fjalla um vernd hagsmuna sem hafa náin tengsl við hugverka- og einkaréttindi og þykir við hæfi að réttarvernd þeirra sé ekki síðri en þeirra sem kveðið er á um í sérlögum. Með ákvæðum 3. og 4. mgr. er stefnt að því að unnt sé að krefjast endurgjalds sem svarar til fjárhagslegra afleiðinga sem ólögmæt háttsemi keppinautar kann að hafa í för með sér. Undir þetta fellur t.d. tekjumissir, markaðsröskun og annað tjón. Ákvæðin eiga einna helst við um viðbótarvernd auðkenna, eftirlíkingar, óréttmæta nýtingu viðskiptavildar, óleyfilegar samanburðarauglýsingar og ólögmæta öflun eða hagnýtingu atvinnuleyndarmála.
    Ákvæði 4. mgr. á einungis við um brot framin í góðri trú. Mat á því hvað telst vera hæfilegt endurgjald er í höndum dómstóla og ber þá að horfa til þess hvað telst vera sanngjarnt í hverju tilviki. Hins vegar má endurgjald fyrir hagnýtingu ekki nema hærri fjárhæð en sem svarar þeim hagnaði sem hinn bótaskyldi hefur haft af brotinu.
    Í 5. mgr. er kveðið á um að þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta geti höfðað dómsmál skv. 25. gr. b. Lagt er til að ákvæðið verði skýrt í samræmi við almennar reglur og dómaframkvæmd.

Um 9. gr.

    Með greininni er lagt til ákvæði um upplýsingaöflun og vettvangskönnun Lyfjastofnunar verði færð til samræmis við kröfur a-, b- og c-liðar 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Nýtt ákvæði nær þannig einnig til þess að krefjast hvers konar gagna auk þess sem öðrum stjórnvöldum er skylt að verða við beiðni um gögn og upplýsingar óháð þagnarskyldu þeirra.

Um 10. gr.

    Með greininni er lagt til að Lyfjastofnun verði færðar heimildir skv. d-lið 3. mgr. og a-, b-, c- og g-liðum 4. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394.
    Í c-lið er lagt til að kveðið verði með skýrum hætti á um heimild Lyfjastofnunar til að gera sátt vegna brota gegn 13.–17. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994. Í gildandi lögum er ekki mælt fyrir heimildir til að ljúka málum með sátt. Lögfesting heimildar til að ljúka málum með sátt myndi stuðla að frekara gagnsæi og styrkja núgildandi heimildir Lyfjastofnunar. Til að unnt sé að ljúka máli með sátt verður samþykki málsaðila að liggja fyrir. Sáttir eru því ekki einhliða ákvarðanir stjórnvalds, heldur koma málsaðilar einnig að þeim. Því er lagt til að kveðið verði skýrt á um að þær séu bindandi fyrir aðila þegar hann hefur samþykkt sáttina og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Lyfjastofnun er ekki heimilt að ljúka máli með sátt ef um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Ákvæðið felur einnig í sér heimild til að fá að viðbótarskuldbindingar frá aðila máls að hans frumkvæði um að neytendum sem orðið hafa fyrir áhrifum af brotinu verði boðnar viðeigandi úrbætur. Með þessu er til að mynda átt við skuldbindingar um einkaréttarlegar ráðstafanir á borð við skaðabætur, afslátt, úrbætur eða nýja afhendingu.
    Um skýringar á öðrum liðum greinarinnar vísast til skýringa í greinargerð við 5. gr., b-lið 7. gr. og a-lið 8. gr. og í almennum athugasemdum í kafla 3.2. í greinargerð frumvarpsins. Áréttað skal að auk þeirra sérstöku heimilda sem Lyfjastofnun eru færðar með frumvarpinu mun stofnunin áfram geta beitt öllum þeim þvingunarúrræðum sem kveðið er á um í 48. gr. lyfjalaga þegar um brot á ákvæðum 13.–17. gr. laganna er að ræða.

Um 11. gr.

    Með greininni er lagt til að Póst- og fjarskiptastofnun hafi heimild til að framkvæma vettvangskönnun og prufukaup, grípa til aðgerða, leggja á sektir og dagsektir og krefjast lögbanns skv. 20. gr. a–b, 2. mgr. 21. gr. c, 22.–25. gr. a og 27. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Heimildirnar eru ætlaðar til viðbótar við heimildir og viðurlög sem kveðið er á um í lögum um fjarskipti og lögum um Póst- og fjarskiptastofnun. Til áréttingar er lagt til að kveðið verði á um að ákvörðunum Póst- og fjarskiptastofnunar verði skotið til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála en ekki úrskurðarnefndar neytendamála. Ákvæði annarra laga sem gilda um úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála gilda að öðru leyti um málsmeðferð.

Um 12. gr.

    Greininni er ætlað að skýra samspil heimilda Fjármálaeftirlitsins samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, við heimildir Fjármálaeftirlitsins sem lagt er til að verði að lögfestar í 20. gr. a–c laga um fjarsölu á fjármálaþjónustu, nr. 33/2005. Auk sérákvæðanna mun Fjármálaeftirlitið áfram geta beitt öllum þeim heimildum sem kveðið er á um í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi vegna brota gegn lögunum.

Um 13. gr.

    Með greininni er lagt til að færa Fjármálaeftirlitinu heimildir skv. d-lið 3. mgr. 9. gr., a-, b-, c- og g-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394.
    Í c-lið er lagt til að kveðið verði með skýrum hætti á um heimild Fjármálaeftirlitsins til að gera sátt vegna brota gegn lögum um fjarsölu á fjármálaþjónustu, nr. 33/2005. Í gildandi lögum er ekki mælt fyrir heimildir til að ljúka málum með sátt. Lögfesting heimildar til að ljúka málum með sátt, myndi stuðla að frekara gagnsæi og styrkja núgildandi heimildir Fjármálaeftirlitsins. Til að unnt sé að ljúka máli með sátt verður samþykki málsaðila að liggja fyrir. Sáttir eru því ekki einhliða ákvarðanir stjórnvalds, heldur koma málsaðilar einnig að þeim. Því er lagt til að kveðið verði skýrt á um að þær séu bindandi fyrir aðila þegar hann hefur samþykkt sáttina og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjármálaeftirlitinu er ekki heimilt að ljúka máli með sátt ef um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Ákvæðið felur einnig í sér heimild til að fá að viðbótarskuldbindingar frá aðila máls að hans frumkvæði um að neytendum sem orðið hafa fyrir áhrifum af brotinu verði boðnar viðeigandi úrbætur. Með þessu er til að mynda átt við skuldbindingar um einkaréttarlegar ráðstafanir á borð við skaðabætur, afslátt, úrbætur eða nýja afhendingu.
    Um skýringar á öðrum liðum greinarinnar vísast nánar til skýringa við 5. gr., b-lið 7. gr. og a-lið 8. gr. og í almennum athugasemdum í kafla 3.2. í greinargerð frumvarpsins.

Um 14. gr.

    Í a-lið er lagt til að fjölmiðlanefnd geti krafið alla einstaklinga, lögaðila og stofnanir um skriflegar upplýsingar og gögn vegna ætlaðra brota á VI. kafla laganna og skulu slíkar upplýsingar og gögn þá veitt innan hæfilegs frests sem nefndin setur. Í b-lið er lagt til að bætt verði við ákvæði um haldlagningu í 2. mgr. 12. gr. Þá er lagt til í c-lið að fjölmiðlanefnd geti keypt vörur og þjónustu, undir fölsku nafni og auðkenni, til að koma upp um brot gegn ákvæðum VI. kafla laganna. Breytingarnar eru gerðar til að uppfylla skilyrði 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Lagt er til grundvallar að fjölmiðlanefnd verði aðeins heimilað að beita heimildum í þeim málum sem varða neytendaverndarákvæði VI. kafla laganna. Um nánari skýringar vegna prufukaupa undir fölsku nafni vísast nánar til skýringa við 5. gr. og í almennum athugasemdum í kafla 3.2. í greinargerð frumvarpsins.

Um 15. gr.

    Með greininni er lagt til að færa fjölmiðlanefnd heimildir skv. a–c-liðum og g-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 vegna brota gegn VI. kafla laga um fjölmiðla nr. 38/2011.
    Í c-lið er lagt til að kveðið verði með skýrum hætti á um heimild fjölmiðlanefndar til að gera sátt vegna brota gegn lögunum. Í gildandi lögum er ekki mælt fyrir heimildir til að ljúka málum með sátt. Lögfesting heimildar til að ljúka málum með sátt, myndi stuðla að frekara gagnsæi og styrkja núgildandi heimildir fjölmiðlanefndar. Til að unnt sé að ljúka máli með sátt verður samþykki málsaðila að liggja fyrir. Sáttir eru því ekki einhliða ákvarðanir stjórnvalds, heldur koma málsaðilar einnig að þeim. Því er lagt til að kveðið verði skýrt á um að þær séu bindandi fyrir aðila þegar hann hefur samþykkt sáttina og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Fjölmiðlanefnd er ekki heimilt að ljúka máli með sátt ef um að ræða mál sem varða miklar sakir og refsing liggur við, sbr. 1. mgr. 56. gr. laganna. Ákvæðið felur einnig í sér heimild til að fá að viðbótarskuldbindingar frá aðila máls að hans frumkvæði um að neytendum sem orðið hafa fyrir áhrifum af brotinu verði boðnar viðeigandi úrbætur. Með þessu er til að mynda átt við skuldbindingar um einkaréttarlegar ráðstafanir á borð við skaðabætur, afslátt, úrbætur eða nýja afhendingu.
    Um skýringar á öðrum liðum greinarinnar vísast nánar til athugasemda við b-lið 7. gr. og a-lið 8. gr. frumvarpsins og almennra athugasemda í kafla 3.2. í greinargerð frumvarpsins.

Um 16. gr.

    Ákvæði greinarinnar er nýmæli. Lagt er til að kveðið verði á um að Neytendastofa hafi eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum 15. gr. laga um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 76/2011, um bann við mismunun. Lagt er til að um málsmeðferð, úrræði og viðurlög vegna brota gegn 1. mgr. 15. gr. og um kærurétt til áfrýjunarnefndar neytendamála fari eftir ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Með þessu er stefnt að því að uppfylltar séu kröfur um lágmarksheimildir lögbærs stjórnvalds í 9. gr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394.

Um 17. gr.

    Í greininni er lagt til að Ferðamálastofu verði veittar heimildir til vettvangskönnunar og prufukaupa og til að taka bráðabirgðaákvarðanir, gera sátt og krefjast lögbanns vegna brota gegn VII. kafla laganna, sbr. c- og d-lið 3. mgr. og a–c-liði og g-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394.
    Í greininni er lagt til að Ferðamálastofu verði færðar heimildir til vettvangskönnunar og prufukaupa í samræmi við c- og d-lið 3. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Heimild til vettvangskönnunar er sambærileg og heimild Neytendastofu í 20. gr. a laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005. Um nánari skýringar vegna heimildar til prufukaupa vísast til athugasemda við 3. gr. og almennra athugasemda í kafla 3.2. í greinargerð frumvarpsins.
    Í nýrri 33. gr. c laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, er lagt til að kveðið verði með skýrum hætti á um heimild Ferðamálastofu til að gera sátt vegna brota gegn VII. kafla laganna. Í gildandi lögum er ekki mælt fyrir heimildir til að ljúka málum með sátt. Lögfesting heimildar til að ljúka málum með sátt, myndi stuðla að frekara gagnsæi og styrkja núgildandi heimildir Ferðamálastofu. Til að unnt sé að ljúka máli með sátt verður samþykki málsaðila að liggja fyrir. Sáttir eru því ekki einhliða ákvarðanir stjórnvalds, heldur koma málsaðilar einnig að þeim. Því er lagt til að kveðið verði skýrt á um að þær séu bindandi fyrir aðila þegar hann hefur samþykkt sáttina og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Ákvæðið felur einnig í sér heimild til að fá að viðbótarskuldbindingar frá aðila máls að hans frumkvæði um að neytendum sem orðið hafa fyrir áhrifum af brotinu verði boðnar viðeigandi úrbætur. Með þessu er til að mynda átt við skuldbindingar um einkaréttarlegar ráðstafanir á borð við skaðabætur, afslátt, úrbætur eða nýja afhendingu.
    Um skýringar á öðrum atriðum greinarinnar vísast nánar til athugasemda við b-lið 7. gr. og a-lið 8. gr. og almennra athugasemda í kafla 3.2. í greinargerð frumvarpsins.

Um 18. gr.

    Í greininni er lagt til að Samgöngustofu verði veittar heimildir skv. d-lið 3. mgr. 9. gr., b–c-liðum og e–h-liðum 4. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394.
    Fyrirmynd heimildanna sem lagðar eru til í b-lið er að finna í 2. mgr. 21. gr. b laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, og 33. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018.
    Í c-lið er lagt til að kveðið verði með skýrum hætti á um heimild Samgöngustofu til að gera sátt vegna brota gegn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010, sbr. 148. gr. a siglingalaga, nr. 34/1985. Í gildandi lögum er ekki mælt fyrir heimildir til að ljúka málum með sátt. Lögfesting heimildar til að ljúka málum með sátt, myndi stuðla að frekara gagnsæi og styrkja núgildandi heimildir Samgöngustofu. Til að unnt sé að ljúka máli með sátt verður samþykki málsaðila að liggja fyrir. Sáttir eru því ekki einhliða ákvarðanir stjórnvalds, heldur koma málsaðilar einnig að þeim. Því er lagt til að kveðið verði skýrt á um að þær séu bindandi fyrir aðila þegar hann hefur samþykkt sáttina og staðfest efni hennar með undirskrift sinni. Ákvæðið felur einnig í sér heimild til að fá að viðbótarskuldbindingar frá aðila máls að hans frumkvæði um að neytendum sem orðið hafa fyrir áhrifum af brotinu verði boðnar viðeigandi úrbætur. Með þessu er til að mynda átt við skuldbindingar um einkaréttarlegar ráðstafanir á borð við skaðabætur, afslátt, úrbætur eða nýja afhendingu.
    Um skýringar á öðrum liðum greinarinnar vísast nánar til athugasemda við 5. gr., b-lið 7. gr. og a-lið 8. gr. og almennra athugasemda í kafla 3.2. í greinargerð frumvarpsins.

Um 19. gr.

    Í greininni er lagt til að refsing verði bundin við tilvik þegar sakir eru miklar. Ákvæðið tekur mið af sáttaheimild Samgöngustofu sem lögð er til í frumvarpinu. Rétt þykir að sátt verði ekki gerð um háttsemi sem sætir refsingu.

Um 20.–22. gr.

    Í greinunum er lagt til að 4. mgr. 106. gr. og 3. mgr. 126. gr. laga um loftferðir, nr. 60/1998, verði uppfærðar svo heimilt sé að kveða á um viðeigandi eftirlitsheimildir í reglugerð. Greinarnar miða að því að kröfur 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 séu uppfylltar og taka mið af þeim heimildum sem lagðar eru til í öðrum greinum frumvarpsins.

Um 23. gr.

    Greininni er ætlað að uppfylla kröfu g-liðar 4. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Lagt er til að heimild til að krefjast lögbanns verði að finna í lögum um loftferðir enda krefst skerðing á tjáningarfrelsi skv. 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, lagaheimildar. Að öðru leyti vísast til athugasemda við 8. gr. og í 3.2 kafla og 4. kafla almennra athugasemda í greinargerð frumvarpsins.

Um 24. gr.

    Í greininni er lagt til að Samgöngustofu verði veitt heimild skv. d-lið 3. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Að öðru leyti vísast til athugasemda við 5. gr. og í 3.2 kafla almennra athugasemda í greinargerð frumvarpsins.

Um 25. gr.

    Í greininni er lagt til að Samgöngustofu verði veittar heimildir skv. b–c-liðum og g-lið 4. mgr. 9. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394. Að öðru leyti vísast til athugasemda við 8. gr. og 18. gr. og í 3.2 kafla almennra athugasemda í greinargerð frumvarpsins.

Um 26. gr.

    Í greininni er lagt til að kveðið verði á um brot gegn 17. gr., 18. gr. og 20. gr. varði refsingu líkt og þegar gildir um brot gegn 19. og 21. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017.

Um 27. gr.

    Í greininni er lagt til að lögin öðlist gildi 17. janúar 2020. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2394 kemur til framkvæmda frá og með 17. janúar 2020. Brýnt er að lögin taki gildi sama dag svo íslensk stjórnvöld hafi þá fullnægjandi heimildir skv. 9. og 10. gr. reglugerðarinnar.